Hannes Sigurður Sigfússon
1922 - 1997 (75 ára)-
Fornafn Hannes Sigurður Sigfússon [1, 2, 3] Fæðing 2 mar. 1922 Reykjavík, Íslandi [1, 2, 3, 4] Menntun Ingimarsskólanum / Gagnfræðiskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [4] Stundaði gagnfræðinám. Andlát 13 ágú. 1997 Reykjavík, Íslandi [1, 2, 3, 4] Greftrun 21 ágú. 1997 Fossvogskirkjugarði - duftgarði, Reykjavík, Íslandi [1] Hannes Sigurður Sigfússon
Plot: D-3-156Nr. einstaklings I19812 Legstaðaleit Síðast Breytt 13 ágú. 2023
-
Athugasemdir - Hannes Sigfússon fæddist í Reykjavík 2. mars 1922.
Foreldrar Hannesar voru Kristín Jónsdóttir (1886-1970) og Sigfús Guðmundur Sveinbjarnarson (1866-1931).
Systkini Hannesar voru Lára Margrét (Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur) (1910-1991), (Sveinbjörn Hannes) Þráinn (1911-1977), og Hrefna Kristín (1917-2004).
Eiginkona Hannesar (frá 1953) var Synnöve Jansen (1915-1988). Sambýliskona hans síðustu árin var Guðný Gestsdóttir (1922-2015).
Hannes stundaði gagnfræðanám við Ingimarsskólann í Reykjavík. Hann vann eftir það ýmis störf hér á landi, m.a. sem aðstoðarvitavörður í Reykjanesvita og í nokkur ár sem starfsmaður hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hannes flutti til Noregs í byrjun sjötta áratugarins þar sem hann starfaði m.a. sem bókavörður í Stafangri og Fredriksdal þar til hann flutti aftur til Íslands 1988.
Hannes var eitt helsta ljóðskáld sinnar kynslóðar. Hann var brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð og mikilvirkur ljóðaþýðandi.
Ljóðabækur hans eru átta: Dymbilvaka (útg. 1949), Imbrudagar (útg. 1951), Sprek á eldinn (útg. 1961), Jarteikn (útg. 1966), Örvamælir (útg. 1978), Lágt muldur þrumunnar (útg. 1988), Jarðmunir (útg. 1991), og Kyrjálaeiði (útg. 1995).
Skáldsögur hans eru tvær: Strandið (útg. 1955), og Ljósin blakta (útg. 1993).
Hannes ritaði endurminningar sínar sem voru gefnar út í tveimur bindum: Flökkulíf (útg. 1981), og Framhaldslíf förumanns (útg. 1985).
Eftir Hannes liggur einnig mikið af þýðingum, m.a.: Tvennir tímar e. Knut Hamsun (útg. 1958), Í töfrabirtu e. William Heinesen (útg. 1959), Blóðbrullaup e. Federico García Lorca (útg. 1959), og Norræn ljóð (útg. 1972).
Hannes lést á heimili sínu 13. ágúst 1997 og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 21. ágúst.
Ítarefni:
Einar Bragi: „Viðtal við Hannes Sigfússon“. Birtíngur. Reykjavík, 1958.
Inga Huld Hákonardóttir: „Saga ljóðskálds. Rætt við Hannes Sigfússon“. Sunnudagsblað Tímans 15. september 1968.
Silja Aðalsteinsdóttir: „Hægt felldi ég heim minn saman. Viðtal við Hannes Sigfússon um skáldskap og sannleika“. Tímarit Máls og menningar. Reykjavík, 1989. [2, 3, 4]
- Hannes Sigfússon fæddist í Reykjavík 2. mars 1922.
-
Skjöl Hannes Sigurður Sigfússon
Andlitsmyndir Hannes Sigurður Sigfússon
Minningargreinar Hannes Sigurður Sigfússon Hannes Sigurður Sigfússon Hannes Sigurður Sigfússon -
Kort yfir atburði Fæðing - 2 mar. 1922 - Reykjavík, Íslandi Andlát - 13 ágú. 1997 - Reykjavík, Íslandi Greftrun - 21 ágú. 1997 - Fossvogskirkjugarði - duftgarði, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.