Jórunn Fríður  "Fríður"Lárusdóttir

Jórunn Fríður "Fríður"Lárusdóttir

Kona 1880 - 1959  (79 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Jórunn Fríður Lárusdóttir  [1, 2, 3
    Gælunafn Fríður  
    Fæðing 17 apr. 1880  Búastöðum, Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1857-1895, s. 194-195
    Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1857-1895, s. 194-195
    Skírn 2 maí 1880  [3
    Andlát 6 okt. 1959  Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Greftrun Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Jórunn Fríður Lárusdóttir & Sturla Indriðason
    Jórunn Fríður Lárusdóttir & Sturla Indriðason
    Plot: D-06-1, D-06-2
    Nr. einstaklings I19399  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 6 apr. 2023 

    Fjölskylda Sturla Indriðason
              f. 19 sep. 1878, Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 1 jan. 1945 (Aldur 66 ára) 
    Börn 
     1. Lára Kristín Sturludóttir
              f. 24 sep. 1905  
              d. 23 maí 1972 (Aldur 66 ára)
     2. Indíana Björg Sturludóttir
              f. 12 nóv. 1909  
              d. 15 okt. 1998 (Aldur 88 ára)
    Nr. fjölskyldu F4812  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 6 apr. 2023 

  • Athugasemdir 
    • Jórunn Fríður Lárusdóttir eða Fríður eins og hún var kölluð, fæddist að Búastöðum í Vestmannaeyjum 17. apríl 1880. Hún var dóttir hjónanna Lárusar Jónssonar hreppstjóra að Búastöðum (f. 1839) og Kristínar Gísladóttur (f. 1943), en þau fluttu til Eyja árið 1863. Fríður var yngsta barnið þeirra sem komst upp og ólst upp með foreldrum sínum að Búastöðum.

      Þegar Fríður var um fermingu, fór hún að „ganga í sandinn" sem kallað var. Þ.e. að vinna að fiski og við út- og uppskipun á vörum úr kaupskipunum, sem þá tíðkaðist um kvenfólk. Árið 1902 fór Fríður til Reykjavíkur að læra fatasaum. Var hún hjá Thomsens Magasin og lauk þaðan prófi 1903 með góðum vitnisburði. Var henni boðin þar atvinna, en hún kaus að fara heim, enda þá farin að hyggja til búskapar.

      Árið 1904 giftist Fríður Sturlu Indriðasyni frá Vattarnesi, en hann hafði flutt til Eyja sama ár. Bjuggu þau að Búastöðum til 1923 en þá fluttu þau í nýhýsi sitt við Helgafellsbraut, Hvassafell. Þar bjuggu þau til ársins 1941, þá seldu þau húsið og flutt í hús dóttur sinnar og tengdasonar, Vestra Stakkagerði. Þar lést Sturla 1. janúar 1945.

      Fríður var mjög léttlynd kona, kvik á fæti, hreinlunduðu og fáguð í framkomu. Í viðræðum ákaflega skemmtileg, stórfróð í sögu Eyjanna og íbúa þeirra og skarpgreind. Henni var leikur að llæra og minnug með eindæmum. Hún sá ávallt bjartari hliðar manna og málefna og eyddi þeim dekkri með nærri móðurlegri umhyggju. Aldrei hallmælti hún neinum manni allir voru góðir í hennar vitund, aðeins misjafnlega góðir. Þótt hún hefði oft sjálf sínar þungu sorgir að bera, gat hún ávallt miðlað sorgmæddum glaðlyndi, trú og traust.

      Fríður lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 6. október 1959 og hvílir hún í Vestmannaeyjakirkjugarði við hlið manns síns. [2]

  • Ljósmyndir
    Fríður Lárusdóttir
    Fríður Lárusdóttir

    Andlitsmyndir
    Fríður Lárusdóttir
    Fríður Lárusdóttir

    Minningargreinar
    Fríður Lárusdóttir, Vestmannaeyjum
    Fríður Lárusdóttir, Vestmannaeyjum

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 17 apr. 1880 - Búastöðum, Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 6 okt. 1959 - Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 16-09-1960, s. 14.

    3. [S396] Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1857-1895, s. 194-195.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.