Páll Þórðarson Melsteð
1791 - 1861 (70 ára)-
Fornafn Páll Þórðarson Melsteð [1, 2, 3, 4] Fæðing 31 mar. 1791 Völlum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi [1, 4] Menntun 1807-1809 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [1] Haustið 1807 var hann settur í Bessastaðaskóla, og skrifaðist út þaðan 18 vetra vorið 1809. Menntun 1815 Københavns Universitet, København, Danmark [4] Lögfræðipróf. Ridder af Dannebrog 1841 [1] Heiðursmerki dannebrogsmanna 1851 [1] Andlát 9 maí 1861 Stykkishólmi, Íslandi [1, 3, 4] Ástæða: Dó af apoplexi. Helgafellsprestakall; Prestsþjónustubók Helgafellssóknar og Bjarnarhafnarsóknar 1845-1861, s. 240-241 Greftrun 30 maí 1861 Bjarnarhafnarkirkjugarði, Helgafellssveit, Snæfellsnessýslu, Íslandi [2, 3] Páll Þórðarson Melsteð
Plot: 3Nr. einstaklings I19329 Legstaðaleit Síðast Breytt 28 mar. 2023
Fjölskylda Anna Sigríður Stefánsdóttir Thorarensen
f. 20 maí 1790, Möðruvöllum í Hörgárdal, Arnarneshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 8 jún. 1844 (Aldur 54 ára)Börn + 1. Páll Pálsson Melsteð
f. 13 nóv. 1812, Möðruvöllum í Hörgárdal, Arnarneshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 9 feb. 1910, Reykjavík, Íslandi (Aldur 97 ára)2. Sigurður Pálsson Melsteð
f. 12 des. 1819, Ketilsstöðum á Völlum, Vallahr., S-Múlasýslu, Íslandi
d. 20 maí 1895 (Aldur 75 ára)+ 3. Jón Pálsson Melsteð
f. 28 maí 1829
d. 13 feb. 1872, Klausturhólum, Grímsneshr., Árnessýslu, Íslandi (Aldur 42 ára)Nr. fjölskyldu F4780 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 26 jún. 2024
-
Athugasemdir - Stúdentspróf Bessastöðum 1809. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1815.
Skrifari Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum 1809—1813. Sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1815—1817, í Norður-Múlasýslu 1817—1835, sat á Ketilsstöðum á Völlum. Sýslumaður í Árnessýslu 1835—1849, sat í Hjálmholti. Settur jafnframt sýslumaður í Rangárvallasýslu 1836—1837. Gegndi embætti stiftamtmanns sumarið 1840. Skipaður 1849 amtmaður í vesturamtinu og gegndi því embætti til æviloka.
Átti sæti í embættismannanefndinni 1839—1841. Skipaður 1845 í nefnd um landbúnaðar- og skattamál og 1859 í póstmálanefnd.
Konungkjörinn alþingismaður 1847—1849. Þjóðfundarmaður 1851.
Aðstoðarmaður Bardenfleths konungsfulltrúa á Alþingi 1845. Konungsfulltrúi á Alþingi 1849—1859, einnig skipaður konungsfulltrúi á þingi 1861, en andaðist fyrir þing.
Forseti Þjóðfundarins 1851. [4] - Páll Þórðarson Melsteð var fæddur á Völlum í Svarfaðardal 31. mars 1791. Hann lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1809, var skrifari Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum 1809-1813 en sigldi síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk lögfræðiprófi þaðan 1815.
Hann varð þá sýslumaður í Suður-Múlasýslu til 1817 og síðan í Norður-Múlasýslu til 1835 og sat á Ketilsstöðum á Völlum. 1835-1849 var hann sýslumaður í Árnessýslu og bjó þá í Hjálmholti. Árið 1849 var hann skipaður amtmaður í vesturamtinu og gegndi því embætti til æviloka. Hann var konungkjörinn alþingismaður 1847-1849, þjóðfundarfulltrúi 1851 og var þá forseti þjóðfunarins. Hann var konungsfulltrúi á Alþingi 1849-1859.
Páli er svo lýst að hann hafi verið fríður sýnum og manna gjörvilegastur, bráðgáfaður, hygginn og gætinn, manna stilltastur, fámáll og nokkuð dulur í skapi.
Á yngri árum var Páll í kunningsskap við Skáld-Rósu Guðmundsdóttur og talið er að hinar frægu ástavísur hennar "Augað mitt og augað þitt, og þá fögru steina!... " o.s.frv. séu ortar til hans. Það er þó ekki vitað fyrir víst.
Páll lést í Stykkishólmi 9. maí 1861 og hvílir í Bjarnarhafnarkirkjugarði. [5]
- Stúdentspróf Bessastöðum 1809. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1815.
-
Andlitsmyndir Páll Þórðarson Melsteð
Mynd eftir Sigurð Guðmundsson, málara. -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S171] Íslendingur, 28.05.1861, s. 33.
- [S1] Gardur.is.
- [S806] Helgafellsprestakall; Prestsþjónustubók Helgafellssóknar og Bjarnarhafnarsóknar 1845-1861, s. 240-241.
- [S4] Alþingi, https://www.althingi.is/altext/cv/?nfaerslunr=460.
- [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Páll_Melsteð_(amtmaður).
- [S171] Íslendingur, 28.05.1861, s. 33.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.