Steinn Steinarr
1908 - 1958 (49 ára)-
Fornafn Steinn Steinarr [1, 2, 3] Einnig þekkt(ur) sem Aðalsteinn Kristmundsson Fæðing 13 okt. 1908 Laugalandi, Nauteyrarhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2, 3] Skírn 4 feb. 1909 Nauteyrarsókn, N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1] Andlát 25 maí 1958 Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi [2, 4] Greftrun 1 jún. 1958 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [2] Steinn Steinarr
Plot: G-2-83Nr. einstaklings I19029 Legstaðaleit Síðast Breytt 20 mar. 2024
Móðir Etilríður Pálsdóttir
f. 4 okt. 1882, Bæjum, Snæfjallahr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi
d. 24 jún. 1963, Búðardal, Skarðshr., Dalasýslu, Íslandi (Aldur 80 ára)Nr. fjölskyldu F5293 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Steinn Steinarr fæddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi 13.10. 1908, þar sem foreldrar hans, Kristmundur Guðmundsson og Etelríður Pálsdóttir, voru í húsmennsku. Skírnarnafn Steins var Aðalsteinn Kristmundsson. Eftir hreppaflutninga leystist fjölskyldan upp og Steinn ólst upp hjá vandalausum á Miklabæ í Saurbæ.
Steinn naut farkennslu, m.a. hjá Jóhannesi úr Kötlum, en kynntist einnig Stefáni frá Hvítadal sem varð nágranni þeirra í Miklagarði. Stefán og Steinn voru alla tíð miklir mátar.
Steinn fór til Reykjavíkur haustið 1926 og var lengi margt á huldu um líf hans þótt úr því sé nú bætt með bókinni Maðurinn og skáldið – Steinn Steinarr, eftir Sigfús Daðason, útg. 1987, ævisögu Steins í tveimur bindum, Steinn Steinarr – Leit að ævi skálds, eftir Gylfa Gröndal, útg. 2000, og 2001, og æviágripi Steins eftir Inga Boga Bogason, 1995. Á síðustu æviárunum varð Steinn góður vinur Matthíasar Johannessen en viðtöl hans við skáldið eru dýrmætar heimildir um Stein.
Ljóðabækur Steins: Rauður loginn brann, útg. 1934; Ljóð, útg. 1937; Spor í sandi, útg. 1940; Ferð án fyrirheits, útg. 1942; Tindátarnir, útg. 1943, og Tíminn og vatnið, útg. 1948.
Steinn er öðrum fremur talinn hafa valdið formbyltingu í íslenskri ljóðagerð, en Tíminn og vatnið, sem þá er oft vísað til, er samt afar formfastur ljóðabálkur. Hann gældi ungur við kommúnisma en var snemma rekinn úr flokknum og afneitaði síðar kommúnismanum eftir fræga kynnisferð til Moskvu, 1956.
Skáldskapur Steins endurspeglar oft lamandi tómhyggju en í miðju svartnætti ljóða hans leiftra oft óræð blik um mannlega reisn og jafnvel hina innstu vitund. Kristján Karlsson sagði réttilega í inngangi að Kvæðasafni Steins: „Trúaður eða trúlaus er hann í flokki hinna mestu trúarskálda vorra.“ [3]
- Steinn Steinarr fæddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi 13.10. 1908, þar sem foreldrar hans, Kristmundur Guðmundsson og Etelríður Pálsdóttir, voru í húsmennsku. Skírnarnafn Steins var Aðalsteinn Kristmundsson. Eftir hreppaflutninga leystist fjölskyldan upp og Steinn ólst upp hjá vandalausum á Miklabæ í Saurbæ.
-
Skjöl Steinn Steinarr dreginn fyrir dóm: Vanvirti hakakrossinn Steinn Steinarr - Skáld
Höfundur: Silja AðalsteinsdóttirSem blað í eldi brann ég
Andlitsmyndir Steinn Steinarr Steinn Steinarr Steinn Steinarr ungur maður - ,,með mikið enni / og mógult hár".
Minningargreinar Minningarorð: Steinn Steinarr, skáld Steinn Steinarr Steinn Steinarr látinn -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.