Þórbergur Þórðarson
1888 - 1974 (86 ára)-
Fornafn Þórbergur Þórðarson [1, 2] Fæðing 12 mar. 1888 Hala í Suðursveit, Borgarhafnarhr., A-Skaftafellssýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 12 nóv. 1974 Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1, 3] Greftrun 22 nóv. 1974 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Margrét Jónsdóttir & Þórbergur Þórðarson
Plot: L-436, L-437Margrét Jónsdóttir & Þórbergur Þórðarson
Plot: L-436, L-437Nr. einstaklings I18620 Legstaðaleit Síðast Breytt 31 des. 2022
Fjölskylda Margrét Jónsdóttir, f. 30 sep. 1899 d. 28 jan. 1988 (Aldur 88 ára) Nr. fjölskyldu F4621 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 31 des. 2022
-
Ljósmyndir Þorbergur Þórðarson Þórbergur Þórðarson og Margrét kona hans með Helgu Jónu
Andlitsmyndir Þórbergur Þórðarson Þórbergur Þórðarson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Athugasemdir - Þórbergur Þórðarson rithöfundur fæddist á Hala í Suðursveit 12.mars 1888, sonur Þórðar Steinssonar, bónda og Önnu Benediktsdóttur.
Þórbergur var háseti og kokkur á skútum og var í vegavinnu á yngri árum. Hann stundaði nám við Kennaraskólann, var óreglulegur nemandi við HÍ en var þó fyrst og fremst sjálfmenntaður og sótti þá víða fanga. Hann safnaði orðum úr alþýðumáli um fimmtán ára skeið, gaf út mjög athyglisverðar þjóðsögur úr samtímanum, ásamt Sigurði Nordal, var kennari við Iðnskólann í Reykjavík, Verslunarskóla Íslands og gagnfræðaskóla í Reykjavík.
Meistari Þórbergur er, ásamt Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni, líklega einn mesti rithöfundur þjóðarinnar, fyrr og síðar. Með bók sinni, Bréf til Láru, 1924, setti hann þjóðlífið á annan endann með róttækari og djarfari samfélags- og menningargagnrýni en áður hafði tíðkast. Mörg þekktustu verka hans eru sjálfsævisöguleg og mjög sjálfmiðuð, s.s. Ofvitinn, Íslenskur aðall og Steinarnir tala. Sálmurinn um blómið fjallar hins vegar um fyrstu æviár ungrar stúlku. Höfundurinn setur sig í spor hennar og fylgir henni frá fæðingu og fram á barnaskólaár. Þá skráði hann óborganlega ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar. Auk þess orti Þórbergur ljóð á yngri árum.
Sem rithöfundur var Þórbergur meistari í því að endurskapa hughrif og stemningu fyrri tíma. Hann taldi sig vísindalega sinnaðan, var kommúnisti, mikill áhugamaður um esperantó, kynnti sér jóga og dulfræði, og var sannfærður um framhaldslíf og tilvist drauga, álfa og skrímsla í sjó og vötnum. En viðhorf hans á flestum þessum sviðum virðast þó byggð á afar bernskri raunhyggju.
Samtalsbók Matthíasar Johannessen, Í kompaníi við allífið, lýsir vel persónu þessa barnslega, elskulega og einlæga rithöfundar.
Þórbergur lést á Landspítalanum í Reykjavík 12. nóvember 1974 og hvílir hann í Fossvogskirkjugarði við hlið konu sinnar, Margrétar Jónsdóttur. [2]
- Þórbergur Þórðarson rithöfundur fæddist á Hala í Suðursveit 12.mars 1888, sonur Þórðar Steinssonar, bónda og Önnu Benediktsdóttur.
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.