Séra Jón Gíslason
1767 - 1854 (86 ára)-
Fornafn Jón Gíslason [1, 2, 3] Titill Séra Fæðing 21 júl. 1767 Svignaskarði, Borgarhr., Mýrasýslu, Íslandi [3] Menntun 13 júl. 1789 Reykjavíkurskólanum, Reykjavík, Íslandi [3] Stúdent með góðum vitnisburði. Prestur 1794-1804 Hjarðarholti, Stafholtstungnahr., Mýrasýslu, Íslandi [3] Prestur 1802-1841 Hvammi í Dölum, Hvammshr., Dalasýslu, Íslandi [3] Prófastur 1816-1841 Dalasýslu, Íslandi [3] Ridder af Dannebrog 29 apr. 1843 [3] Manntal 1845 Breiðabólstað, Skógarstrandarhr., Dalasýslu, Íslandi [4] Prestur 23 jan. 1841-1847 Breiðabólstað, Skógarstrandarhr., Dalasýslu, Íslandi [3] Lét af prestskab 1847. Andlát 20 feb. 1854 [1, 2] Breiðabólsstaðarprestakall á Skógarströnd; Prestsþjónustubók Breiðabólsstaðarsóknar á Skógarströnd og Narfeyrarsóknar 1851-1868, s. 146-147 Greftrun 4 mar. 1854 Breiðabólstaðarkirkjugarði, Skógarstrandarhr., Dalasýslu, Íslandi [1, 2] Jón Gíslason
Plot: 113Nr. einstaklings I18253 Legstaðaleit Síðast Breytt 5 des. 2022
-
Athugasemdir - Foreldrar: Gísli Jónsson að Svignaskarði, í Stóru-Gröf og víðar, og kona hans Guðrún eldri Jónsdóttir í Sólheimatungu, Jónssonar. Fæddur í Svignaskarði. Ólst upp hjá síra Sigurði Þorleifssyni síðast í Hjarðarholti og lærði hjá honum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 13. júlí 1789, með góðum vitnisburði, var síðan hjá fóstra sínum, vígðist aðstoðarprestur hans 23. sept. 1792, var prestur í Hjarðarholti eftir hann 1794-1804, í Hvammi í Hvammssveit 1802-1841, prófastur í Dalasýslu 1816-1841, fékk Breiðabólstað á Skógarströnd 23. jan. 1841, varð r. af dbr. 29. apr. 1843, lét af prestskab 1847. Hann var í röð merkara presta, talinn vel að sér í sögu Íslands og ættfræði. Hann var athafnamaður mikill og búforkur, fékk verðlaun fyrir jarðbætur frá danska landbúnaðarfélaginu 31. júlí 1824, aftur frá konungi 2. júní 1846 60 rd. fyrir ýmsar framkvæmdir. Hann hefir samið ritling um kirkjusmíð, pr. í Kh. 1837 (,,Einföld meining" o.s.frv.). Dagbækur hans eru í Lbs. 1616-17, 4to.
Kona 1 (4. okt. 1790): Hallgerður (f. um 1762, d. 11. júlí 1798) Magnúsdóttir prests að Kvennabrekku, Einarssonar; hafði hún 28. apríl s.á. fengið uppreisn fyrir barneign í lausaleik fyrir barneign í lausaleik (með Jóni Jónssyni spaka) og leyfi til að giftast manni andlegrar stéttar. Börn þeirra: Guðrún átti Jón Þórðarson að Berserkjarhrauni, Helga átti Sigurð Þorbjarnarson í Belgsdal, síra Þorleifur í Hvammi, Þórunn f.k. síra Hannesar Arnórssonar á Stað í Grunnavík.
Kona 2 (14. júlí 1799): Sæunn (d. 6. jan. 1840, 87 ára) Einarsdóttir prests í Hvammi, Þórðarsonar; þau bl.
Kona 3 (29. sept 1841): Solveig (f. um 1775, d. 10. maí 1866) Eyjólfsdóttir frá Kröggólfsstöðum, ekkja síra Gríms Pálssonar að Helgafelli; þau bl. [5]
- Foreldrar: Gísli Jónsson að Svignaskarði, í Stóru-Gröf og víðar, og kona hans Guðrún eldri Jónsdóttir í Sólheimatungu, Jónssonar. Fæddur í Svignaskarði. Ólst upp hjá síra Sigurði Þorleifssyni síðast í Hjarðarholti og lærði hjá honum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 13. júlí 1789, með góðum vitnisburði, var síðan hjá fóstra sínum, vígðist aðstoðarprestur hans 23. sept. 1792, var prestur í Hjarðarholti eftir hann 1794-1804, í Hvammi í Hvammssveit 1802-1841, prófastur í Dalasýslu 1816-1841, fékk Breiðabólstað á Skógarströnd 23. jan. 1841, varð r. af dbr. 29. apr. 1843, lét af prestskab 1847. Hann var í röð merkara presta, talinn vel að sér í sögu Íslands og ættfræði. Hann var athafnamaður mikill og búforkur, fékk verðlaun fyrir jarðbætur frá danska landbúnaðarfélaginu 31. júlí 1824, aftur frá konungi 2. júní 1846 60 rd. fyrir ýmsar framkvæmdir. Hann hefir samið ritling um kirkjusmíð, pr. í Kh. 1837 (,,Einföld meining" o.s.frv.). Dagbækur hans eru í Lbs. 1616-17, 4to.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S495] Breiðabólsstaðarprestakall á Skógarströnd; Prestsþjónustubók Breiðabólsstaðarsóknar á Skógarströnd og Narfeyrarsóknar 1851-1868, s. 146-147.
- [S195] Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 3. b. (1950) J-N, s.117.
- [S51] Manntal.is - 1845.
- [S195] Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 3. b. (1950) J-N, s.117-118.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.