Björn Björnsson Birnir
1932 - 2017 (84 ára)-
Fornafn Björn Björnsson Birnir [1, 2] Fæðing 22 júl. 1932 Grafarholti, Mosfellssveit, Kjósarsýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 21 mar. 2017 [1] Greftrun 12 maí 2017 Heimagrafreit í Grafarholti, Reykjavík, Íslandi [1] Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I18021 Legstaðaleit Síðast Breytt 18 nóv. 2022
Faðir Björn Birnir, f. 18 júl. 1892, Reykjakoti/Reykjahvoli, Mosfellshr., Kjósarsýslu, Íslandi d. 8 maí 1948 (Aldur 55 ára) Móðir Bryndís Einarsdóttir Birnir, f. 12 mar. 1899 d. 14 okt. 1979 (Aldur 80 ára) Nr. fjölskyldu F4118 Hóp Skrá | Family Chart
-
Andlitsmyndir Björn Björnsson Birnir -
Kort yfir atburði Fæðing - 22 júl. 1932 - Grafarholti, Mosfellssveit, Kjósarsýslu, Íslandi Greftrun - 12 maí 2017 - Heimagrafreit í Grafarholti, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Athugasemdir - Björn lauk prófi frá Myndlistardeild Myndlista- og handíðaskólans 1949 og kennaraprófi frá sama skóla 1952. Björn lauk enn fremur prófi í skreytilist og skiltagerð frá Bergenholts Dekoration Fagskole 1955. Björn kenndi myndlist við Austurbæjarskóla frá 1953-1977. Samhliða kennslunni stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, m.a. á Hvalfellinu með tengdaföður sínum, Snæbirni Ólafssyni skipstjóra, og í byggingavinnu með mági sínum, Elí Auðunssyni húsasmíðameistara. 1977 hélt Björn til frekara náms í myndlist í Bandaríkjunum, við Indiana State University, og lauk þaðan mastersnámi 1979. Að því námi loknu starfaði hann lengst af við kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum og var deildarstjóri málaradeildar skólans um árabil uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. En eftir það kenndi hann tækniteiknun við Iðnskólann í Hafnarfirði um nokkurra ára skeið. Jafnhliða kennslunni og til dauðadags lagði hann stund á málaralistina og sýndi verk sín á fjölmörgum einka- og samsýningum, hérlendis og erlendis. [2]
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.