Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson

Maður 1930 - 2010  (79 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Gísli Sigurðsson  [1, 2
    Fæðing 3 des. 1930  Úthlíð, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 27 jún. 2010  Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 17 ágú. 2010  Úthlíðarkirkjugarði - duftgarði, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Gísli Sigurðsson
    Gísli Sigurðsson
    Nr. einstaklings I17327  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 18 sep. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Gísli lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk síðan námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík vorið 1953. Eftir skólagöngu starfaði hann hjá Landsbankanum á Selfossi en hóf síðan feril sinn sem blaðamaður er hann tók við sem ritstjóri Samvinnunnar 1955. Árið 1959 varð hann ritstjóri Vikunnar og starfaði þar til ársins 1967 er hann tók við sem ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins. Þar starfaði hann í 33 ár, þar til hann lét af störfum árið 2000.

      Gísli var listmálari frá barnsaldri og var ekki gamall þegar hann var fenginn til að skreyta skólatöflurnar bæði í barnaskólanum í Reykholti og Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann hélt fjölda sýninga ýmist einn eða í félagi með öðrum og myndskreytti oft blaðagreinar sem hann skrifaði. Gísli gaf út nokkrar bækur og var einnig afkastamikill ljósmyndari. Hann skrifaði Árbók Ferðafélags Íslands 1998 og tók flestar myndir í hana sjálfur. Stærsta ritverk hans var bækurnar Seiður lands og sagna, sem kom út í fjórum bindum en honum entist ekki heilsa til að ljúka fleirum. Hann gaf út bókina Ljóðmyndalindir þar sem hann orti ljóð við myndverk sín. Hann var ráðgefandi við hönnun Úthlíðarkirkju og málaði altaristöfluna sem prýðir kirkjuna. Hann sótti myndefni sitt gjarnan til heimahaganna og Jarlhetturnar í Langjökli voru honum kært myndefni. [2]

  • Andlitsmyndir
    Gísli Sigurðsson
    Gísli Sigurðsson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 3 des. 1930 - Úthlíð, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 27 jún. 2010 - Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 17 ágú. 2010 - Úthlíðarkirkjugarði - duftgarði, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 02-07-2010.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.