Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn

Maður 1916 - 1982  (65 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Kristján Eldjárn  [1, 2
    Fæðing 6 des. 1916  Tjörn, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Menntun 1936  Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Útskrifaðist sem stúdent. 
    Andlát 14 sep. 1982  Cleveland, Ohio, USA Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Ástæða: Lést af blóðtappa í lunga eftir hjartaaðgerð. 
    Greftrun 23 sep. 1982  Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Kristján Eldjárn & Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn
    Kristján Eldjárn & Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn
    Plot: S-604, S-603
    Kristján Eldjárn & Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn
    Kristján Eldjárn & Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn
    Plot: S-604, S-603
    Systkini 1 bróðir 
    Nr. einstaklings I17112  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 4 ágú. 2022 

    Faðir Þórarinn Kristjánsson Eldjárn
              f. 26 maí 1886  
              d. 4 ágú. 1968 (Aldur 82 ára) 
    Móðir Sigrún Sigurhjartardóttir
              f. 2 ágú. 1888, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 5 feb. 1959 (Aldur 70 ára) 
    Heimili 1913-1959  Tjörn, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Nr. fjölskyldu F796  Hóp Skrá  |  Family Chart

    Fjölskylda Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn
              f. 24 nóv. 1923  
              d. 21 des. 2008 (Aldur 85 ára) 
    Nr. fjölskyldu F4228  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 4 ágú. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Kristján Eldjárn var fæddur á Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916, sonur hjónanna Þórarins Eldjárns Kristjánssonar og Sigrúnar Sigurhjartardóttur. En Þórarinn og Sigrún bjuggu á Tjörn frá 1913-1959 og heimili þeirra var mikið menningarheimili. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í Svarfaðardal og í hópi systkina sinna, Þorbjargar, Hjartar og Petrínu.

      Fjórtán ára gamall tók hann próf upp í annan bekk Menntaskólans á Akureyri og útskrifaðist þaðan stúdent 1936 með lofsamlegum vitnisburði því hann var mikill og fjölhæfur námsmaður. Sama ár sigldi hann utan til náms í Kaupmannahöfn og lagði fyrst stund á málanám en sér sér síðan að fornleifafræði og lauk fyrrihlutaprófi í þeim fræðum. Árið 1937 vann hann við uppgröft og rannsóknir fornra Íslendingabyggða á Grænlandi ásamt dönskum fornleifafræðingum, síðar í Þjórsárdal. Heimsstyrjöldin síðari batt enda á nám Kristjáns í Höfn. Settist hann þá á skólabekk í Háskóla Íslands og nam íslensk fræði og tók meistarapróf í þeim vorið 1944. En hafði þá jafnframt námi og áður en hann hóf nám í Háskólanum, stundað kennslustörf, m.a. við Menntaskólann á Akureyri í tvö ár.

      Árið 1945 gerðist Kristján svo starfsmaður við Þjóðminjasafnið og við stjórn þess tók hann formlega árið 1947. Gengdi hann því embætti til ársins 1968 að hann var kjörinn forseti Íslands. Árið 1957 varði hann doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Nefndist ritgerðin Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi.

      Kristján bauð sig fram í forsetakosningum árið 1968 og vann hann yfirburðasigur gegn Gunnari Thoroddsen sem þá var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tengdasonur Ásgeirs Ásgeirssonar fráfarandi forseta. Varð hann þarmeð þriðji forseti Íslands. Kristján var endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976 en lét af embætti 1980.

      Kristján lést á sjúkrahúsi í Cleveland, Ohio í Bandaríkjunum, 14. september 1982, eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í kjölfar hjartaaðgerðar. Jarðarför hans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. september 1982 á vegum ríkisins að viðstöddu miklu fjölmenni í kirkjunni og utan hennar. Var hann jarðsettur í Fossvogskirkjugarði og hvílir hann þar við hlið konu sinnar Halldóru, sem lést 21. desember 2008. [3, 4, 5]

  • Ljósmyndir
    Dr. Kristján Eldjárn undirritar eiðstafinn sem forseti lýðveldisins.
    Dr. Kristján Eldjárn undirritar eiðstafinn sem forseti lýðveldisins.
    Frú Halldóra Ingólfsdóttir og Kristján Eldjárn á heimili sínu í Þjóðminjasafnshúsinu.
    Frú Halldóra Ingólfsdóttir og Kristján Eldjárn á heimili sínu í Þjóðminjasafnshúsinu.
    Við kistu Páls Jónssonar biskups í Skálholti 31. ágúst 1954, daginn sem hún var opnuð.
    Við kistu Páls Jónssonar biskups í Skálholti 31. ágúst 1954, daginn sem hún var opnuð.
    Ljósm. Gísli Gestsson

    Andlitsmyndir
    Kristján Eldjárn
    Kristján Eldjárn
    Kristján Eldjárn
    Kristján Eldjárn

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 6 des. 1916 - Tjörn, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Útskrifaðist sem stúdent. - 1936 - Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - Ástæða: Lést af blóðtappa í lunga eftir hjartaaðgerð. - 14 sep. 1982 - Cleveland, Ohio, USA Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 23 sep. 1982 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S34] Dagur, 03.07.1968, s. 1.

    3. [S60] Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 01.01.1982, s. 7-19.

    4. [S34] Dagur, 03.07.1968, s. 1, 7.

    5. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Kristj%C3%A1n_Eldj%C3%A1rn.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.