Jórunn Viðar
1918 - 2017 (98 ára)-
Fornafn Jórunn Viðar [1, 2, 3] Fæðing 7 des. 1918 Reykjavík, Íslandi [1, 2, 3] Hin íslenska fálkaorða 1 jan. 1989 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [4] Hlaut riddarakross fyrir störf að tónlistarmálum. Andlát 27 feb. 2017 Droplaugarstöðum, Reykjavík, Íslandi [1, 3] Greftrun 13 mar. 2017 Gufuneskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Jórunn Viðar
Plot: F-2-132Nr. einstaklings I16947 Legstaðaleit Síðast Breytt 24 júl. 2022
-
Athugasemdir - Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, var fædd í Reykjavík 7. desember 1918. Faðir hennar var Einar Viðar, bankaritari og söngvari en hann lést þegar Jórunn var fjögurra ára. Móðir Jórunnar var Katrín Viðar, píanókennari.
Jórunn hóf píanónám kornung, fyrst hjá móður sinni, síðan hjá Páli Ísólfssyni og svo Árna Kristjánssyni, lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1937 og stúdentsprófi sama ár. Sumarið 1937 fór Jórunn til Berlínar til framhaldsnáms í píanóleik og þar nam hún næstu tvö ár við Hochshule für Musik. Hún yfirgaf Þýskaland sumarið 1939, rétt áður en heimsstyrjöldin skall á.
Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted (1918-1985) í júlí 1940. Foreldrar hans voru Lárus Fjeldsted hrl. frá Hvítárvöllum og Lovísa Fjeldsted. Jórunn og maður hennar settust að í New York í stríðinu, þar sem Jórunn nam tónsmíðar við hinn virta Juilliard-háskóla í tvö ár. Að stríði loknu fluttu þau til Íslands og hófst þá ferill Jórunnar sem einleikara og jafnframt tók hún til við tónsmíðar. Hún samdi fyrst íslenskra tónskálda ballett-tónlist, Eld og Ólaf Liljurós, og tónlist við kvikmynd, Síðasta bæinn í dalnum, auk þess sem hún samdi fjölda söngverka, meðal annars Það á að gefa börnum brauð og Jól, og raddsetti þjóðlög og þulur; hún kom oft fram sem einleikari. Þá samdi Jórunn píanókonsertinn Sláttu. Í tuttugu ár var Jórunn eina konan í Tónskáldafélagi Íslands.
Jórunn starfaði lengi við Söngskólann í Reykjavík. Hún vann náið með frænku sinni Þuríði Pálsdóttur óperusöngkonu og fluttu þær m.a. útsetningar Jórunnar á barnagælum.
Jórunn var heiðruð á margan hátt: var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, var borgarlistamaður Reykjavíkurborgar árið 1999 og naut launa úr heiðurslaunasjóði listamanna frá Alþingi. Hún fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og menningarverðlaun DV 2009. Gerð var sjónvarpsmynd um feril Jórunnar, höfundur Ari Alexander Ergis Magnússon. Jórunn bjó lengst af á Laufásvegi 35 í Reykjavík en lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum 27. febrúar 2017. Hún hvílir í Gufuneskirkjugarði. [3]
- Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, var fædd í Reykjavík 7. desember 1918. Faðir hennar var Einar Viðar, bankaritari og söngvari en hann lést þegar Jórunn var fjögurra ára. Móðir Jórunnar var Katrín Viðar, píanókennari.
-
Ljósmyndir Jórunn Viðar
Skjöl Heiðursskáldið Jórunn Viðar Jórunn Viðar, tónskáld
Andlitsmyndir Jórunn Viðar Jórunn Viðar -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S418] Nýtt kvennablað, 01.01.1953, s. 3.
- [S31] Morgunblaðið, 13-03-2017.
- [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.