Rósa Guðmundsdóttir

Rósa Guðmundsdóttir

Kona 1795 - 1855  (59 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Rósa Guðmundsdóttir  [1, 2, 3, 4
    Gælunafn Skáld-Rósa, Vatnsenda-Rósa 
    Fæðing 23 des. 1795  Ásgerðarstöðum, Skriðuhr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Myrkárprestakall; Prestsþjónustubók Myrkársóknar 1784-1816, s. 34-35
    Myrkárprestakall; Prestsþjónustubók Myrkársóknar 1784-1816, s. 34-35
    Andlát 28 sep. 1855  Efri-Núpi, Fremri-Torfustaðahr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 4
    Staðarbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Efranúpssóknar 1817-1859. Manntal 1816, s. 178-179
    Staðarbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Efranúpssóknar 1817-1859. Manntal 1816, s. 178-179
    Greftrun 10 okt. 1855  Efri-Núpskirkjugarði, Fremri-Torfustaðahr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 4
    Rósa Guðmundsdóttir - Vatnsenda-Rósa
    Rósa Guðmundsdóttir - Vatnsenda-Rósa
    Nr. einstaklings I16931  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 20 nóv. 2023 

  • Ljósmyndir
    En pige fra Mödrevallis eftir F.C. Lund
    En pige fra Mödrevallis eftir F.C. Lund
    Engin mynd er til með vissu af Skáld-Rósu en Gísli Kolbeins, sem ritaði ævisögu hennar, staðhæfir að þetta málverk eftir F.C. Lund, sem þekkt er undir nafninu En pige fra Mödrevallis, sé af Skáld-Rósu.

    Skjöl
    Vatnsenda-Rósu veglega minnzt - Legsteinn afhjúpaður að Efra-Núpi.
    Vatnsenda-Rósu veglega minnzt - Legsteinn afhjúpaður að Efra-Núpi.

    Sögur
    Skáld-Rósa - Stiklað á stóru í ættfræðinni
    Skáld-Rósa - Stiklað á stóru í ættfræðinni
    Höfundur: sr. Gísli Halldórsson Kolbeins

    Andlitsmyndir
    Rósa Guðmundsdóttir
    Rósa Guðmundsdóttir
    Skorið út úr myndinni En pige fra Mödrevallis.

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 23 des. 1795 - Ásgerðarstöðum, Skriðuhr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 28 sep. 1855 - Efri-Núpi, Fremri-Torfustaðahr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 10 okt. 1855 - Efri-Núpskirkjugarði, Fremri-Torfustaðahr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Athugasemdir 
    • Rósa Guðmundsdóttir, sem oftast er nefnd Vatnsenda-Rósa eða Skáld-Rósa, fæddist á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 23. desember 1795. Hún var dóttir Guðmundar Rögnvaldssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem bjuggu þar og í Fornhaga. Guðmundur var þá með bestu bændum hreppsins og Guðrún var ljósmóðir. Guðrún dó þegar Rósa var 12 ára og er sagt að ekki löngu síðar hafi Rósa farið sem vinnukona á amtmannssetrið á Möðruvöllum, en hún var annars til heimilis víða um landið um ævina, lengst í Húnaþingi.

      Hún giftist 1817 Ólafi Ásmundssyni úr Fnjóskadal, en þau slitu samvistir. Sagt er að Rósa hafi gifst honum fyrir mikla eftirgangsmuni hans, án þess að hún vissi hvað hún væri að gera. Öðru sinni giftist hún Gísla Gíslasyni frá Vesturhópshólu 1840, og bjuggu þau víða, m.a. undir Jökli. Gísli var 19 árum yngri en Rósa og var ást þeirra með nokkrum hita fyrst, en erfiðleikar komu fram síðar.

      Frægastar eru ástir Rósu og Natans Ketilssonar. Hann þótti vandræðamaður og a.m.k. lánlítill. En hann hefur vakið dýpstu tilfinningar Rósu og verið hennar ,,eina ást" ef svo má segja. Rósa virðist og hafa vakið sömu tilfinningar í brjósti Natans.

      Sumarið 1855 réðu þau Gísli sig í kaupavinnu, trúlega norður í Árnes til Guðrúnar dóttur hennar og Sveinbjörns manns hennar. Á heimleiðinni, þar sem leiðin lá um gamlar slóðir í Húnavatnssýslunni fær Rósa gistingu á Efra-Núpi. Þar veikist hún og deyr föstudaginn 28. september 1855. Dánarorsökin er sögð taklandfarsótt.

      Eftir Rósu liggja fyrst og fremst lausavísur og hafa margar þeirra orðið alkunnar. Ekkert er þó til í eiginhandarriti Rósu og ekkert birtist eftir hana á prenti á meðan hún lifði. Flestar þekktustu vísur hennar eru samsafn sem gengur jafnan undir nafninu Vísur Vatnsenda-Rósu og eru þær oftast sungnar við íslenskt þjóðlag sem Jón Ásgeirsson útsetti.

      Rósa hvílir í Efri-Núpskirkjugarði, á stað sem sagt er að hún hafi sjálf valið.

      Myndina af legstein Rósu, sem samband kvenfélaga í V-Húnavatnssýslu lét gera og var settur á leiði hennar 15. ágúst 1965, tók Anna Guðrún Torfadóttir og fær hún kærar þakkir fyrir! [5, 6, 7]

  • Heimildir 
    1. [S315] Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 01.03.2008, s. 3-7.

    2. [S1] Gardur.is.

    3. [S1162] Myrkárprestakall; Prestsþjónustubók Myrkársóknar 1784-1816, s. 34-35.

    4. [S1137] Staðarbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Efranúpssóknar 1817-1859. Manntal 1816, s. 178-179.

    5. [S31] Morgunblaðið, 17-08-1965, s. 3.

    6. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%B3sa_Gu%C3%B0mundsd%C3%B3ttir.

    7. [S315] Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 01.09.2017, s. 2-5.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.