Hallgrímur Júlíusson
1906 - 1950 (43 ára)-
Fornafn Hallgrímur Júlíusson [1, 2, 3] Fæðing 3 júl. 1906 Hóli í Bolungarvík, Bolungarvík, Íslandi [1, 2, 3] Eyrarprestakall í Skutulsfirði; Prestsþjónustubók Eyrarsóknar í Skutulsfirði og Hólssóknar í Bolungarvík 1898-1909, opna 53/183 Skírn 28 júl. 1906 [3] Menntun 1932 Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [4, 5] Lauk prófi. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1931-1932 Atvinna 1941-1950 [1, 4, 5] Skipstjóri á Helga VE 333. Helgi VE 333
Helgi VE 333 var byggður í Vestmanneyjum 1939 og var 120 tonn. Hann var landsfrægur fyrir siglingar sínar til Englands í síðari heimsstyrjöldinni og fór yfir 200 ferðir án óhappa. Helgi VE 33 fórst í aftakaveðri við Faxasker 7. janúar 1950 með allri áhöfn, 7 mönnum og 3 farþegum. Eigandi var Helgi Benediktsson.
Skoða umfjöllun. Andlát 7 jan. 1950 [1] Ástæða: Fórst með Helga VE 333. Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1945-1952, s. 569-570 Greftrun Í votri gröf - Lost at sea Systkini 1 bróðir og 1 systir Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I16618 Legstaðaleit Síðast Breytt 12 okt. 2024
Faðir Júlíus Jón Hjaltason
f. 27 maí 1877, Hraundal, Nauteyrarhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi
d. 2 feb. 1931, Ísafirði, Íslandi (Aldur 53 ára)Faðir Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir
f. 30 júl. 1879, Seljanesi, Árneshr., Strandasýslu, Íslandi
d. 28 mar. 1936, Bolungarvík, Íslandi (Aldur 56 ára)Nr. fjölskyldu F5737 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Klara Tryggvadóttir
f. 1 okt. 1906, Garpsdal, Geiradalshr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi
d. 9 okt. 1997, Hrafnistu, Hafnarfirði, Íslandi (Aldur 91 ára)Börn 1. Óskar Hallgrímsson
f. 13 apr. 1942
d. 23 okt. 2021 (Aldur 79 ára)Nr. fjölskyldu F5738 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 12 okt. 2024
-
Athugasemdir - Hallgrímur Júlíusson var fæddur að Hóli í Bolungarvík. Hann réri með föður sínum sem drengur og var formaður á róðrabát 12 ára gamall um sumar. Eftir fermingu stundaði hann sjó á mótorbátum frá Bolungarvík og Súgandafirði. Síðar var hann á línuveiðurum, þar til hann réðst á togara frá Reykjavík 1928. Lengst af á Baldri.
Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1932. Árið 1940 fluttist hann til Vestmannaeyja og réðist stýrimaður á Helga og síðar skipstjóri á sama skipi, það var 1941. Árið 1945, að styrjaldarlokum, veitti borgarstjórinn í Fleetwood honum og skipshöfn hans sérstakar heiðursmóttökur, til að þakka þá atorku, þrek og hugrekki, sem skipverjar á Helga höfðu sýnt í millilandasiglingum á styrjaldarárunum. Hafði Helgi þá farið 120 ferðir yfir hafið milli Íslands og Bretlands og siglt um 150 þúsund sjómílur til að færa Bretum björg í bú. Um áramótin 1950 hafði skipið farið samtals um 200 ferðir milli þessara landa.
Hallgrímur stundaði síldveiðar á Helga með herpinót á sumrum og síðar í vöruflutningum milli Eyja og Reykjavíkur um árabil.
7. janúar 1950 fórst Hallgrímur ásamt skipi sínu Helga VE 333 við 10 mann á Faxaskeri. Hallgrímur sýndi það og sannaði alla sína skipstjórnartíð, að þar fór afburðamaður í sjómennsku, karlmennsku og dugnaði. [4]
- Hallgrímur Júlíusson var fæddur að Hóli í Bolungarvík. Hann réri með föður sínum sem drengur og var formaður á róðrabát 12 ára gamall um sumar. Eftir fermingu stundaði hann sjó á mótorbátum frá Bolungarvík og Súgandafirði. Síðar var hann á línuveiðurum, þar til hann réðst á togara frá Reykjavík 1928. Lengst af á Baldri.
-
Ljósmyndir Hallgrímur Júlíusson undirritar gestabók Fleetwood-borgar. Borgarstjórinn í Fleetwood heiðrar Hallgrím Júlíusson. Skipshöfnin sem starfaði lengst með Hallgrími Júlíussyni á vélskipinu Helga VE 333. Framsóknarblaðið 20.01.1950, s. 3
Fremri röð frá vinstri: Jón Bjarni Valdimarsson vélstjóri, Sveinn Matthíasson matsveinn, Magnús Jónsson vélstjóri, Gunnar Eiríksson háseti.
Aftari röð: Hjálmar Jónsson stýrimaður, Ólafur Sigurðsson stýrimaður, Hallgrímur Júlíusson skipstjóri og Jósef Markússon háseti.
Skjöl Heiðursskjal borgarstjórans í Fleetwood til Hallgríms Júlíussonar.
Andlitsmyndir Hallgrímur Júlíusson
Minningargreinar V.S. Helgi ferst á Faxaskeri -
Kort yfir atburði Fæðing - 3 júl. 1906 - Hóli í Bolungarvík, Bolungarvík, Íslandi Menntun - Lauk prófi. - 1932 - Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S267] Fálkinn, 20.01.1950, s. 2.
- [S412] Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1945-1952, s. 569-570.
- [S284] Eyrarprestakall í Skutulsfirði; Prestsþjónustubók Eyrarsóknar í Skutulsfirði og Hólssóknar í Bolungarvík 1898-1909, opna 53/183.
- [S174] Sjómannablaðið Víkingur, 01.12.1966, s. 298, 290.
- [S174] Sjómannablaðið Víkingur, 01.03.1950, s. 36.
- [S267] Fálkinn, 20.01.1950, s. 2.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.