Bríet Héðinsdóttir
1935 - 1996 (61 ára)-
Fornafn Bríet Héðinsdóttir [1, 2] Fæðing 14 okt. 1935 Reykjavík, Íslandi [1, 2] Menntun 1954 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk stúdentsprófi. Menntun 1962 Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk prófi. Andlát 26 okt. 1996 Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Greftrun 5 nóv. 1996 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [1] Bríet Héðinsdóttir
Plot: T-241Nr. einstaklings I16606 Legstaðaleit Síðast Breytt 10 maí 2022
-
Athugasemdir - Bríet Héðinsdóttir fæddist í Reykjavík 14. október 1935. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur söngkennara og Héðins Valdimarssonar forstjóra, sem lengi var formaður Dagsbrúnar og alþingismaður Reykvíkinga.
Bríet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og stundaði jafnframt nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir í Vínarborg 1955-1960 og hóf þar einnig nám í leiklist. Hún lauk síðan prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1962.
Bríet lék á ferli sínum meira en 80 hlutverk, langflest hjá Þjóðleikhúsinu, en einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur og frjálsum leikhópum. Þá lék hún mikið í útvarpi og einnig nokkuð í sjónvarpi og kvikmyndum. Bríet var afkastamikill leikstjóri og vann hjá öllum atvinnuleikhúsum landsins. Þá stjórnaði hún fjölmörgum útvarpsleikritum og sýningum hjá Íslensku óperunni. Hún samdi leikgerðir eftir mörgum íslenskum skáldsögum og má nefna Jómfrú Ragnheiði, Svartfugl og Hið ljósa man eftir sögum Kambans, Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Hún þýddi mörg leikrit, einkum fyrir útvarp og einnig smásögur og skáldsögur. Þá samdi hún bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, ömmu sína, byggða á bréfum hennar til barna sinna.
Bríet lést á krabbameinsdeild Landspítalans 26. október 1996. Hún hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu hjá föðurömmu sinni Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og föðurafa sínum Valdimar Ásmundssyni. [2]
- Bríet Héðinsdóttir fæddist í Reykjavík 14. október 1935. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur söngkennara og Héðins Valdimarssonar forstjóra, sem lengi var formaður Dagsbrúnar og alþingismaður Reykvíkinga.
-
Andlitsmyndir Bríet Héðinsdóttir Bríet Héðinsdóttir -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.