Una  "Völva Suðurnesja"Guðmundsdóttir

Una "Völva Suðurnesja"Guðmundsdóttir

Kona 1894 - 1978  (83 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Una Guðmundsdóttir  [1, 2
    Gælunafn Völva Suðurnesja 
    Fæðing 18 nóv. 1894  Skúlhúsum, Garði, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 4 okt. 1978  Sjúkrahúsi Keflavíkur, Keflavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun Útskálakirkjugarði, Gerðahr., Gullbringusýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Una Guðmundsdóttir & Stefanía Guðríður Kristvinsdóttir
    Una Guðmundsdóttir & Stefanía Guðríður Kristvinsdóttir
    Plot: B-101
    Nr. einstaklings I16573  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 1 maí 2022 

  • Athugasemdir 
    • Una Guðmundsdóttir fæddist í Skúlhúsum í Gerðahreppi. Móðir hennar hét Guðríður Þórðardóttir frá Syðri-Hömrum í Rangárvallasýslu, fædd 2. maí 1853, látin 11. janúar 1895. Faðir hennar var Guðmundur Jónsson, sjómaður, fæddur 6. júní 1845 frá Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hann drukknaði 28. mars 1899, þegar átta manna fari hvolfdi í lendingu í Gerðavör í fárviðri, á leið úr fiskiróðri.

      Eftir lát Guðríðar tók að sér forstöðu heimilisins Sigurlaug Bjarnadóttir, ættuð frá Hjallanesi í Landsveit í Rangárvallasýslu. Una og Sigurlaug voru síðan saman alla tíð uns hús lést, 9. des. 1927, 82 ára að aldri. Þrjú systkini Unu dóu á barnsaldri, en þau sem upp komust voru: Stefán sjómaður og járnsmiður, bjó lengst af í Reykjavík, ókvæntur. Æsa, húsmóðir, gift Sigurði Þorkelssyni í Efri-Sjólyst í Garði og Guðjón, sem drukknaði um tvítugsaldur. Hálfsystir Unu var Maren Guðmundsdóttir, bjó lengi á Framnesvegi 7 í Reykjavík.

      Una ól upp Stefaníu Guðríði, f. í Reykjavík 26. júní 1926. Faðir hennar var Kristvin Þórðarson, járnsmiður, ættaður úr Garðinum. Móðir hennar hét Rannveig Hannesdóttir frá Tandraseli í Borgarfirði. Stefanía varð bráðkvödd 10. ágúst 1953.

      Una starfaði mikið að félagsmálum og stundaði kennslu um áratuga skeið, en þekktust var hún fyrir dulræna hæfileika sína, sem gerðu hana þjóðkunna. Um þá ritaði Gunnar M. Manúss bókina Völva Suðurnesja árið 1969, sem varð metsölubók. Una lést á Keflavíkurspítala 4. okt. 1978 og var jarðsungin frá Útskálakirkju 13. okt. af séra Guðmundi Guðmundssyni að viðstöddu miklu fjölmenni. Una var jarðsett við hlið Stefaníu fósturdóttur sinnar í Útskálakirkjugarði. [2]

  • Ljósmyndir
    Una Guðmundsdóttir
    Una Guðmundsdóttir
    Una Guðmundsdóttir á heimili sínu Sjólyst í Garði
    Una Guðmundsdóttir á heimili sínu Sjólyst í Garði

    Skjöl
    Snjall hagyrðingur
    Snjall hagyrðingur

    Andlitsmyndir
    Una Guðmundsdóttir
    Una Guðmundsdóttir
    Una Guðmundsdóttir
    Una Guðmundsdóttir

    Minningargreinar
    Góð greind, hlýtt hjartalag og dulrænir hæfileikar einkenndu Unu í Sjólyst
    Góð greind, hlýtt hjartalag og dulrænir hæfileikar einkenndu Unu í Sjólyst

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 18 nóv. 1894 - Skúlhúsum, Garði, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 4 okt. 1978 - Sjúkrahúsi Keflavíkur, Keflavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Útskálakirkjugarði, Gerðahr., Gullbringusýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 18-11-1994.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.