Unnur  "Hulda"Benediktsdóttir Bjarklind

Unnur "Hulda"Benediktsdóttir Bjarklind

Kona 1881 - 1946  (64 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Unnur Benediktsdóttir Bjarklind  [1
    Gælunafn Hulda 
    Fæðing 6 ágú. 1881  Auðnum í Laxárdal, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Andlát 10 apr. 1946  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 17 apr. 1946  Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Plot: B-26-A6
    Nr. einstaklings I16527  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 18 des. 2023 

    Faðir Benedikt Jónsson
              f. 28 jan. 1846, Þverá í Laxárdal, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 1 feb. 1939, Húsavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 93 ára) 
    Móðir Guðný Halldórsdóttir
              f. 8 nóv. 1845, Geitafelli, Aðaldælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 28 okt. 1935, Húsavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 89 ára) 
    Nr. fjölskyldu F5166  Hóp Skrá  |  Family Chart

  • Athugasemdir 
    • Unnur Benediktsdóttir Bjarklind var fædd á Auðnum í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu 6. ágúst 1881. Hún er þekkt undir dulnefninu Hulda.
      Fram til tvítugs dvaldi hún í heimahögum um naut ástríki og umönnunar hinna ágætu foreldra, er skildu hæfileika hennar og sáu að hún þráði meiri fróðleik og víðari útsýn en í heimahúsum. Var hún því sett til mennta í Reykjavík og svo sigldi hún síðar til Danmerkur og aflaði sér menntunar þar.

      Fyrstu kvæðin sem birtast eftir hana koma út í "Framsókn" 1903 og vekja strax eftirtekt. En 1904-1905 birtast einni kvæði eftir hana í "Ingólfi". Var þeim kvæðum veitt mikil athygli af mönnum sem teljast máttu dómbærir á skáldskap. Hún skrifar þá, eins og ætíð síðar undir dulnefninu Hulda. Alþjóð veit ekki hver hún er fyrr en Þorsteinn Erlingsson kveður upp úr með það í "Þjóðviljanum" 1905 í grein um ljóð hennar sem hann nefnir "Huldupistil". Vakti grein Þorsteins feikna athygli.

      Eftir Huldu komu út fjöldi bóka og eftir hana liggja ljóð, þulur, ævintýri og fjöldi smásagna. Það sem einkennir öll verk hennar er vandað mál og ljóðrænn stíll. Unnur var ákaflega mikil starfskona og sívinnandi. Þótt verk Huldu fengju góða dóma og afköst hennar væru mikil jafnhliða erilssömu húsmóðurstarfi og erfiðum veikindum, en Hulda var heilsulaus mörg síðustu ár ævinnar og oft rúmföst, taldist hún ekki til þekktari skálda þjóðarinnar.

      Því kom það mörgum mjög á óvart þegar ljóð hennar, Hver á sér fegra föðurland, var annað tveggja sem fengu fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni sem efnt var til í tilefni þess að Ísland fékk sjálfstæði 1944 og var ljóðið flutt á hátíðinni. Ljóðin voru send inn undir dulnefni en sögusagnir fóru seinna á kreik um að dómnefndin hefði ætlað að láta Davíð Stefánsson fá verðlaunin (hann sendi raunar ekki inn ljóð í keppnina) og hefði talið að Hver á sér fegra föðurland væri verk hans þar sem umslagið sem ljóðið barst í hefði haft póststimpil frá Akureyri. Sú saga fær þó varla staðist því Hulda og maður hennar höfðu flutt til Reykjavíkur 1935.

      Hulda dó í Reykjavík árið 1946 eftir langvinn og erfið veikindi, 64 ára að aldri. [4, 5]

  • Andlitsmyndir
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Þessi mynd af skáldkonunni birtist í ljóðkveri hennar ,,Segðu mér að sunnan" árið 1920.
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind

    Minningargreinar
    Guðný Halldórsdóttir frá Grenjaðarstað
    Guðný Halldórsdóttir frá Grenjaðarstað

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 6 ágú. 1881 - Auðnum í Laxárdal, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 10 apr. 1946 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 17 apr. 1946 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S227] Alþýðublaðið, 17.04.1946, s. 4.

    2. [S240] Skutull, 15.04.1946, s. 1.

    3. [S1] Gardur.is.

    4. [S227] Alþýðublaðið, 17-04-1946, s. 4 .

    5. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Hulda_(sk%C3%A1ld).



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.