Sigurgeir  "Ameríku-Geiri"Gunnarsson

Sigurgeir "Ameríku-Geiri"Gunnarsson

Maður 1904 - 1974  (69 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Sigurgeir Gunnarsson  [1, 2, 3, 4
    Gælunafn Ameríku-Geiri 
    Fæðing 7 júl. 1904  Miðhúsum, Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 5
    Skírn 8 ágú. 1904  Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Andlát 16 apr. 1974  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [4, 5
    Greftrun 22 apr. 1974  Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Sigurgeir Gunnarsson
    Sigurgeir Gunnarsson
    Plot: S-554
    Nr. einstaklings I16431  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 2 sep. 2024 

    Móðir Neríður Ketilsdóttir
              f. 5 ágú. 1879, Syðri-Kvíhólma, Vestur-Eyjafjallahr., Rangárvallasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 24 júl. 1961, Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 81 ára) 
    Nr. fjölskyldu F5660  Hóp Skrá  |  Family Chart

  • Athugasemdir 
    • Sigurgeir Gunnarsson (eða Ameríku-Geiri eins og hann var oft kallaður) fæddist 7. júlí 1904 í Vestmannaeyjum. Hann er ýmist sagður fæddur á Miðhúsum þar sem Neríður móðir hans var vinnukona eða í Stakkagerði þar sem amma hans bjó um það leyti.

      Sigurgeir ólst upp í Eyjum hjá móður sinni og móðurömmu. Ekki er annað vitað en Geiri hafi verið glaður og eðlilegur ungur piltur. Í grein Eyjólfs á Bessastöðum í Fylki 1980 um Skiphellasprang á æskuárum hans er Sigurgeir kallaður "Sjóbúðar-Geiri" og lék sér með félögunum undir Spröngu eins og aðrir. Hann var einn af stofnfélögum Knattspyrnufélagsins Týs 1921, þá 17 ára gamall og hefur því leikið fótbolta að ungra manna sið.

      Þó eru til sögur um að hann hafi verið baldinn unglingur, sem síðar var sendur til föður síns í Ameríku en komið hálfu verri til baka. Nafnið "Ameríku-Geiri" bendir auðvitað til þess að Sigurgeir hafi farið til Ameríku og verið þar um tíma. Engar traustar heimildir liggja þó fyrir um það. Hann er hinsvegar ekki skráður í Eyjum á árunum 1926-1930. Langlíklegast er að hann hafi þá farið á vit föður síns í Kanada, rúmlega tvítugur að aldri, 1925 eða 1926, en litlum sögum fer af því frekar hvernig það bar til.

      Kannski þreifaði Sigurgeir fyrir sér með bréfaskriftum við föður sinn. Hvort faðir hans bauð honum eða Geiri hefur viljað koma sér á framfæri, það er ekki vitað. Gunnar faðir hans er þá orðinn ekkjumaður. En víst er að Geiri átti ekki hamingjuland þar vestra og er kominn heim fjórum árum seinna, árið 1931. Ekki er ósennilegt að Gunnar faðir hans hafi áttað sig á hversu Geira var í mörgu áfátt og komið honum af höndum sér og heim. Um þetta og hvað á daga hans dreif fyrir vestan, er nú aðeins hægt að hafa ágiskanir, en hina einu sönnu sögu hefur Geiri haft með sér einn í gröf sína.

      Ýmsar sögur gengu í Eyjum um Ameríkudvöl Geira, svosem að hann hafi verið í Kansas, verið skopmyndateiknari fyrir stórblöð, o.s.frv. og ratað í mörg ævintýri. Allt er það óstaðfest og með nokkrum ólíkindum. E.t.v. var hann aðeins í Kanada, og aðeins þessi fjögur ár. En sú reisa dugði til að koma á hann viðurnefni sem hann bar fram á endadægur.

      Sigurgeir vann eitthvað framan af ævi sem sjómaður og verkamaður. En er á leið ævina lokaði hann sig alveg af og sat heima verklaus. Hann var mjög hagur til handa og teiknaði mikið, auk þess sem hann skrifaði vel og hafði sérstakan hæfileika til spegilskriftar. Guðmundur Lárusson frá Akri man eftir honum og segir að erfitt hafi verið að halda uppi samræðum við Geira, en það sem náðist upp úr honum var ágætt. "Best þótti honum að sitja og dunda við teikningu og skrift."

      Flest bendir til þess, ef dæma má af skaphöfn og framkomu Sigurgeirs, að hann hafi verið veill á geði, e.t.v. þunglyndur, því hann dró sig í skel, alla jafna mjög fálátur, en umturnaðist er hann komst í áfengi og fór þá um bæinn gólandi eins og viti sínu fjær með krakkaskara á eftir sér. Hann var fremur meinlaus á almannafæri en gat verið harður við móður sína er hann var drukkinn.

      Við veikindi og síðar andlát móður sinnar var Geiri vistaður á elliheimilinu Skálholti og í gosinu fór Geiri eins og aðrir vistmenn elliheimilisins til Reykjavíkur og lést þar 16. apríl 1974. Hann hvílir í Fossvogskirkjugarði. [3]

  • Ljósmyndir
    Ameríku-Geiri og Gölli Valda
    Ameríku-Geiri og Gölli Valda

    Andlitsmyndir
    Sigurgeir Gunnarsson rúmlega tvítugur. Myndin er tekin í Winnipeg í Kanada.
    Sigurgeir Gunnarsson rúmlega tvítugur. Myndin er tekin í Winnipeg í Kanada.
    Ameríku-Geiri, eins og margir muna hann, með óhamingju sína í hendinni.
    Ameríku-Geiri, eins og margir muna hann, með óhamingju sína í hendinni.

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 7 júl. 1904 - Miðhúsum, Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsSkírn - 8 ágú. 1904 - Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 16 apr. 1974 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 22 apr. 1974 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S466] Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1890-1914, Opna 19/143.

    2. [S1] Gardur.is.

    3. [S386] Fylkir, 01-12-2018, s. 13, 15.

    4. [S317] Heimaslóð.is, https://heimaslod.is/index.php/Ner%C3%AD%C3%B0ur_Ketilsd%C3%B3ttir.

    5. [S2] Íslendingabók.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.