Símon "Símon Dalskáld"Björnsson
1844 - 1916 (71 ára)-
Fornafn Símon Björnsson [1, 2] Gælunafn Símon Dalskáld Fæðing 2 apr. 1844 Höskuldsstöðum, Akrahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [2, 3] Andlát 9 mar. 1916 Bjarnastaðahlíð, Lýtingsstaðahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [3, 4] Greftrun Goðdalakirkjugarði, Lýtingsstaðahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [1] Símon Björnsson - Dalaskáld
Plot: 60Legsteinn Símons Dalaskálds í Goðdalakirkjugarði. Grindurnar sem sjást eru um legstað Gilhagahjóna.
Plot: 60Systkini 1 systir Nr. einstaklings I16365 Legstaðaleit Síðast Breytt 22 feb. 2022
Nr. fjölskyldu F5759 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Símon Björnsson Dalaskáld fæddist á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð 2. apríl 1844. Foreldrar hans voru hjónin Björn Magnússon frá Uppsölum og Elísabet Jónasdóttir frá Ökrum. Símon var elstur 13 systkina og heitinn eftir ömmubróður sínum, Símoni Þorlákssyni ríka á Ökrum
Fljótlega eftir fermingaraldur yfirgaf Símon Blönduhlíðina og fór í vistir fram í Skagafjarðardali, en þar stóð heimili hans lengst af síðan. Ekki varð hann nokkru sinni bóndi svo kallast gæti, en smali var hann oft bæði ungur og aldinn. Hann giftist og bjó við konu sinni nokkur ár við hálfgerð harmkvæli, eignaðist börn sem dóu ung, utan ein dóttir, Friðfríður, sem lengi dvaldist í Danmörku.
Símon byrjaði bráðungur að yrkja og orti mikið. Innan við þrítugt fór hann að gefa út bækur eða ritlinga með rímum og ljóðum. Símon var þó ekki skrifandi, það varð hann ekki fyrr en á fimmtugsaldri og það aldrei betur en hrafnaspark sem helst engir gátu lesið vandræðalaust nema hann sjálfur. En að yrkja langar rímur og þurfa að leggja allt á minnið, er mikið þrekvirki og sýnir ótrúlega næmni. Það var svo oft ekki fyrr en löngu seinna að hann gat fengið einhvern til að skrifa upp eftir sér, en þá stóð aldrei í skáldinu.
Símon var talinn það sem kallað er talandi skáld og orti oft jafnhratt og aðrir mæla óbundið mál. Símon orti, fyrir utan rímurnar, um þúsundir manna um land allt, vísur sem aðeins voru gerðar til stundar skemmtunar. Hann var skáld líðandi stundar og liðins tíma.
Símon lést í Bjarnastaðahlíð 9. mars 1916 og hvílir hann í Goðdalakirkjugarði. Legsteinn hans var afhjúpaður 22. ágúst 1976, en hann kom frá velunnurum skáldsins, þ.á.m. Sveinbirni Beinteinssyni frá Draghálsi og Jóhanni Briem listmálara. Símon hafði sjálfur kosið sér legstað sem næst grafreit hjónanna frá Gilhaga, þeim Magnúsi Jónssyni og Helgu Indriðadóttur, en hjá þeim hjónum dvaldi hann langdvölum seinustu ár ævi sinnar. [5]
- Símon Björnsson Dalaskáld fæddist á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð 2. apríl 1844. Foreldrar hans voru hjónin Björn Magnússon frá Uppsölum og Elísabet Jónasdóttir frá Ökrum. Símon var elstur 13 systkina og heitinn eftir ömmubróður sínum, Símoni Þorlákssyni ríka á Ökrum
-
Ljósmyndir Símon Dalaskáld á sjötugsaldri Símon Dalaskáld
Skjöl Sögur af Símoni Dalaskáldi Símon Dalaskáld - Gangandi fjölmiðill á liðinni öld "Mikið skáld var Símon" - Stiklað á stóru um síðasta alþýðuskáldið, Símon Dalaskáld
Andlitsmyndir Símon Björnsson Dalaskáld Símon Dalaskáld á yngri árum, líklega hálfþrítugur Símon Dalaskáld um fertugt -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.