Sigvaldi Þórðarson Thordarson

Sigvaldi Þórðarson Thordarson

Maður 1911 - 1964  (52 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Sigvaldi Þórðarson Thordarson  [1, 2
    Fæðing 27 des. 1911  Ljósalandi, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 16 apr. 1964  Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 24 apr. 1964  Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Sigvaldi Þórðarson Thordarson
    Sigvaldi Þórðarson Thordarson
    Plot: K-24-34
    Nr. einstaklings I16139  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 1 feb. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Sigvaldi Thordarson fæddist að Ljósalandi í Vopnafirði 27. desember 1911. Hann var sonur Þórðar bónda þar Jónassonar bónda á Selási í Viðidal og konu hans Albínu Jónsdóttur bónda á Hóli í Kelduhverfi.

      Sigvaldi sat í Eiðaskóla 1923-29. Lauk sveinsprófi í húsasmíði 1934, prófi frá Det Tekniske Selskabs skole í Kaupmannahöfn 1939. Innritaðist þá á Akademíuna í Kaupmannahöfn, en lauk ekki námi fyrr en síðar, þar sem hann kom heim með Petsamoferð Esju.

      Að stríði loknu fór hann aftur til náms og lauk prófi í húsagerðarlist 1947. Árin 1941-45 rak hann arkitektastofu hér í Reykjavík og eins árin 1947-48. Þá réðst hann til Sambands íslenskra samvinnufélaga og veitti forstofu teiknistofu þess fram til ársins 1951, er honum var sagt upp störfum þar. Síðan rak hann eigin arkitektastofu.

      Þrátt fyrir hinn tiltölulega stutta starfsferils Sigvalda liggur eftir hann mikið starf og meðal þeirra bygginga sem hann gerði uppdrætti að eru: Laxárvirkjun, Grímsárvirkjun, Fossárvirkjun, Þverárvirkjun, Gönguskarðsvirkjun og ýmsar smærri rafstöðvar og spennistöðvar víða um land.

      Íþróttahús Háskólans, vörugeymsla SÍS við Tryggvagötu, Fiskiðjuver ríksins á Grandagarði, Vegamót við Laugaveg 18, Félagsheimili Sjómannafélagsins og Dagsbrúnar við Lindargötu. Bifröst við Hreðavatn, Varmalandsskóli, Laugalandsskóli í Hörgárdal, Hamrahlíðarskóli. Auk þess gerði hann uppdrætti að fjöldamörgum einbýlis- og fjölbýlishúsum, sem og stórbyggingum.

      Hann átti sæti í byggingarnefn Reykjavíkurborgar um langt skeið og í nefnd þeirri er vann að uppdráttum Ráðhússins.

      Sigvaldi lést 16. apríl 1964 úr krabbameini, 52 ára gamall og hvílir í Fossvogskirkjugarði. [2]

  • Ljósmyndir
    Sigvaldi Thordarson og Gísli Halldórsson við teikniborðið
    Sigvaldi Thordarson og Gísli Halldórsson við teikniborðið

    Andlitsmyndir
    Sigvaldi Thordarson
    Sigvaldi Thordarson
    Sigvaldi Þórðarson Thordarson
    Sigvaldi Þórðarson Thordarson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 27 des. 1911 - Ljósalandi, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 16 apr. 1964 - Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 24 apr. 1964 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S175] Þjóðviljinn, 23.04.1964, s. 4.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.