Guðjón Samúelsson
1887 - 1950 (63 ára)-
Fornafn Guðjón Samúelsson [1, 2] Fæðing 16 apr. 1887 Hunkubökkum, Kirkjubæjarhr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi [1, 2] Menntun 1919 Det Kongelige Danske Kunstakademi, København, Region Hovedstaden, Danmark [2] Lauk námi í byggingarlist fyrstur Íslendinga. Andlát 25 apr. 1950 [1] Greftrun 3 maí 1950 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [1] Guðjón Samúelsson
Plot: M-415Nr. einstaklings I16085 Legstaðaleit Síðast Breytt 27 jan. 2022
-
Athugasemdir - Guðjón Samúelsson fæddist á Hunkubökkum á Síðu 16. apríl 1887. Hann fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum á Eyrarbakka og aldamótaárið til Reykjavíkur. Faðir hans, Samúel Jónsson, var góður trésmiður og sonurinn fékk því snemma áhuga á húsagerð.
Það varð úr að Guðjón nam teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni, hinum oddhaga, í Reykjavík og tungumál lærði hann hjá Þorsteini Erlingssyni þjóðskáldi. Þetta nám kom Guðjóni vel þegar hann fór til Kaupmannahafnar árið 1908 til þess að sækja þar frekara nám í húsagerðarlistinni. Árið 1915 snéri Guðjón heim til Íslands og fyrsta húsið sem hann var fenginn til að teikna var hið fræga hús Nathans & Olsen á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.
Um þetta leyti lést þáverandi byggingafræðingur landsstjórnarinnar, Rögnvaldur Ólafsson, og fór Jón Magnússon, forsætisráðherra þess á leit við Guðjón að hann tæki að sér starf húsameistara ríkisins. Guðjóni leist vel á þetta boð, fór á ný til Kaupmannahafnar og lauk þar námi og tók síðan við þessu nýja starfi 20. apríl 1920.
Á þeim 30 árum sem Guðjón starfaði sem húsameistari ríkisins teiknaði hann og aðstoðarmenn hans ótrúlegan fjölda húsa. Af húsum í Reykjavík sem húsameistari teiknaði má nefna: Hæstarétt, Hótel Borg, Sundhöll Reykjavíkur, Laugarneskirkju, Kleppsspítala, Háskóla Íslands, Hallgrímskirkju, Þjóðleikhúsið, Landsspítalann, Landsbankann, Landsímahúsið, Landakotskirkju og Arnarhvol.
Á Akureyri má nefna: Akureyrarkirkju, Sundlaug Akureyrar, Húsmæðraskólann, Landsbanka Íslands, Fjórðungssjúkrahúsið, Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Guðjón lést 25. apríl 1950 og hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu. [3]
- Guðjón Samúelsson fæddist á Hunkubökkum á Síðu 16. apríl 1887. Hann fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum á Eyrarbakka og aldamótaárið til Reykjavíkur. Faðir hans, Samúel Jónsson, var góður trésmiður og sonurinn fékk því snemma áhuga á húsagerð.
-
Ljósmyndir Guðjón Samúelsson húsameistari ríksins og Jónas Jónsson frá Hriflu á göngu á Laugarvatni undir ís. Efri röð f.v.: Ólafur Jónsson Hvanndal (f.1879 - d.1954) prentmyndameistari í Reykjavík, Sumarliði ?, Ríkarður Rebekk Jónsson (f.1888 - d.1977) myndskeri og myndhöggvari í Reykjavík, Guðjón Baldvinsson (f.1883 - d.1911) stúdent og kennari Akureyri, Guðjón Samúelsson (f.1887 - d.1950) húsameistari. Fyrir framan f.v. Ólafía Elísabet Ólafsdóttir (f.1873 - d.1952), María Ólafsdóttir (f.1881 - d.1967), Björg Elísabet Stefánsdóttir (f.1842 - d.1917) frá Stakkahlíð og Guðlaug Ólafsdóttir (f.1876)
Mynd fengin hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga
Staður: Borgarfjörður.
Ljósmyndastofa: Atelier Bon Marche, Kaupmannahöfn.
Ljósmyndari: Óþekktur.
Andlitsmyndir Guðjón Samúelsson Guðjón Samúelsson -
Kort yfir atburði Fæðing - 16 apr. 1887 - Hunkubökkum, Kirkjubæjarhr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Greftrun - 3 maí 1950 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.