Þorgeir Þorgeirson
1933 - 2003 (70 ára)-
Fornafn Þorgeir Þorgeirson [1, 2] Fæðing 30 apr. 1933 Hafnarfirði, Íslandi [1, 2] Menntun 1953 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk stúdentsprófi. Andlát 30 okt. 2003 Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Greftrun 11 nóv. 2003 Gufuneskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Þorgeir Þorgeirson
Plot:
E-7-228Nr. einstaklings I15956 Legstaðaleit Síðast Breytt 16 jan. 2022
-
Athugasemdir - Þorgeir Þorgeirson fæddist í Hafnarfirði 30. apríl 1933. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1953 og nam að því loknu þýsku, bókmenntir og listasögu við Vínarháskóla. Hann nam kvikmyndaleikstjórn við Listaakademíuna í Prag 1959-1962 og sótti starfsnámskeið hjá franska sjónvarpinu 1955-1957. Hann starfaði við kvikmyndagerð 1962-1972 og við ritstörf, þýðingar og leikstjórn í útvarpi frá 1962. Hann stofnaði Kvikmyndasafnið, sem rak Litlabíó við Hverfisgötu, 1968. Hann var kennari við Leiklistarskóla SÁL 1973-1976.
Eftir Þorgeir liggja tugir ritverka og hann hefur þýtt fjölmörg bókmenntaverk á íslensku. Þorgeir hlaut ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir kvikmyndina Maður og verksmiðja og ritstörf sín. Hann var kjörinn heiðursfélagi Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna og veitt Eddu-verðlaunin fyrir framlag til kvikmyndagerðar árið 2000. Síðustu áratugi vann Þorgeir að mannréttindamálum og vann árið 1992 mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu eftir að hafa verið dæmdur í Hæstarétti fyrir greinarskrif í Morgunblaðið 1983. Hafði dómurinn söguleg áhrif á íslenskt réttarfar.
Þorgeir lést 30. október 2003 og hvílir hann í Gufuneskirkjugarði. [2]
- Þorgeir Þorgeirson fæddist í Hafnarfirði 30. apríl 1933. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1953 og nam að því loknu þýsku, bókmenntir og listasögu við Vínarháskóla. Hann nam kvikmyndaleikstjórn við Listaakademíuna í Prag 1959-1962 og sótti starfsnámskeið hjá franska sjónvarpinu 1955-1957. Hann starfaði við kvikmyndagerð 1962-1972 og við ritstörf, þýðingar og leikstjórn í útvarpi frá 1962. Hann stofnaði Kvikmyndasafnið, sem rak Litlabíó við Hverfisgötu, 1968. Hann var kennari við Leiklistarskóla SÁL 1973-1976.
-
Ljósmyndir Kvikmyndagerðarmaðurinn Þorgeir Þorgeirson að störfum
Andlitsmyndir Þorgeir Þorgeirson Þorgeir Þorgeirson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.