Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

Maður 1891 - 1961  (69 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Björgvin Guðmundsson  [1, 2
    Fæðing 26 apr. 1891  Rjúpnafelli, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 4 jan. 1961  Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Greftrun Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Björgvin Guðmundsson
    Björgvin Guðmundsson
    Plot: G3-1
    Nr. einstaklings I13699  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 9 jan. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Björgvin Guðmundsson fæddist að Rjúpnafell í Vopnafirði árið 1891. Snemma kom í ljós að hann var áhugasamur um söng og virtist óþreytandi að viða að sér þekkingu á því sviði allt frá barnasaldri. Fyrstur til að hvetja hann til að semja lög var Kristján Wíum organisti í Vopnafjarðarkirkju.

      Síðar átti það eftir að liggja fyrir honum að flytjast vestur um haf til Kanada, meðal annars svo hann mætti komast í tæri við tónlistarskóla. Starfaði Björgvin vestra um nokkurra ára skeið bæði við kórstjórn og trésmíðar og kom loks að því að stofnaður var sérstakur styrktarsjóður til að kosta Björgvin til náms í Royal College of Music í London. Þaðan útskrifaðist hann 1928 en snéri aftur heim til Íslands þremur árum síðar 1931, þegar honum bóðst að kenna við barnaskólann á Akureyri og settist það að ásamt fjölskyldu sinni.

      Skömmu eftir heimkomuna stofnaði hann Kantötukór Akureyrar og stjórnaði. Alls mun hann hafa stjórnað söngflokkum í 38 ár og samið á sjötta hundrað tónverk stærri eða minni, en sum af þeim umfangsmeiri en dæmi eru til eftir nokkurt annað íslenskt tónskáld. Þrátt fyrir að hafa löngum verið önnum kafinn við þessi viðfangsefni, fann hann einnig tíma til að reyna sig við önnur viðfangsefni. Árið 1941 var sýnt eftir hann á Akureyri leikritið Skrúðsbóndinn undir leikstjórn Ágústs Kvaran. Einnig skrifaði hann sjálfsævisögu sína, er hann nefndi Minningar og kom sú bók út árið 1950. A.m.k. ein smásag kom út eftir hann, og fjöldi blaðagreina.

      Björgvin lést á Akureyri 4. janúar 1961 og hvílir hann í Kirkjugarði Akureyrar - Naustahöfða. [4, 5]

  • Andlitsmyndir
    Björgvin Guðmundsson
    Björgvin Guðmundsson
    Björgvin Guðmundsson
    Björgvin Guðmundsson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 26 apr. 1891 - Rjúpnafelli, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 4 jan. 1961 - Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S395] Franskir dagar, 01.07.2006, s. 2.

    3. [S34] Dagur, 30.05.1984, s. 9.

    4. [S23] Nýjar kvöldvökur, 01.04.1961, s. 53-57.

    5. [S395] Franskir dagar, 01.07.2006, s. 6.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.