Gísli Oktavíanus "Gísli á Uppsölum" Gíslason
1907 - 1986 (79 ára)-
Fornafn Gísli Oktavíanus Gíslason [1, 2] Gælunafn Gísli á Uppsölum Fæðing 29 okt. 1907 Uppsölum, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi [2] Ferming 7 jún. 1922 Otradalssókn, V-Barðastrandarsýslu, Íslandi [3] Andlát 31 des. 1986 Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, Patreksfirði, Íslandi [4, 5] Greftrun 10 jan. 1987 Selárdalskirkjugarði, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi [6] Gíslína Bjarnadóttir, Gísli Oktavíanus Gíslason & Bjarni Gíslason
Plot: 218Systkini 1 bróðir Nr. einstaklings I13335 Legstaðaleit Síðast Breytt 11 mar. 2024
Móðir Gíslína Bjarnadóttir
f. 17 jún. 1867, Bakka, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi
d. 1 jan. 1949, Uppsölum, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi (Aldur 81 ára)Nr. fjölskyldu F3273 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Bóndinn og einbúinn Gísli Oktavíanus Gíslason eða Gísli á Uppsölum eins og hann var kallaður, fæddist 29. október 1907 á Uppsölum í Ketildalahrepp. Hann varð landsfrægur eftir að hann birtist í Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar snemma á 9. áratugnum. Gísli átti þrjá bræður en föður sinni missti hann níu ára gamall árið 1916. Um tíma bjuggu allir bræðurnir ásamt Gíslínu móður þeirra að Uppsölum. Móðir Gísla lést árið 1950.
Gísli bjó við afskaplega slæmar og erfiðar aðstæður. Hann sótti vatn í lækinn og slátraði lömbum sjálfum sér til matar. Rennandi vatn hafði hann ekki, rafmagn kom fyrst eftir 1980, og sagði hann sjálfur að fyrir það hefði verið dimmt frá nóvember til mars eða apríl.
Gísli var bæði læs og skrifandi. Hann lærði sjálfur að lesa nótur og spila á orgel auk þess sem hann nam þýsku í gegnum bækur og útvarpskennslu. Hann orti ljóð og eftir hann liggur þó nokkuð af rituðu efni. Gísli var félagi í bókmenntafélagi í ein 13 ár og pantaði sér jafnan bækur frá Reykjavík. Gísli þurfti ekki að fara langt til að panta sér bækur eða vörur því hann átti síma er hann notaði.
Þá var hann mikill áhugamaður um framfarir og fylgdist með þeim tækninýjungum er litu dagsins ljós þótt hann hafi kosið að lifa lengst af án þeirra. En skömmu eftir 1980 var rafmagn leitt að Uppsölum og í kjölfarið kom rafmagnsljós. Gísli gat þá dundað sér við lestur hvort sem það var sumar eða vetur. Hann eignaðist einnig rafmagnsorgel og naut hann þess að leika á það.
Gísli lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 31. desember 1986 og hvílir hann í Selárdalskirkjugarði. [5, 7, 8]
- Bóndinn og einbúinn Gísli Oktavíanus Gíslason eða Gísli á Uppsölum eins og hann var kallaður, fæddist 29. október 1907 á Uppsölum í Ketildalahrepp. Hann varð landsfrægur eftir að hann birtist í Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar snemma á 9. áratugnum. Gísli átti þrjá bræður en föður sinni missti hann níu ára gamall árið 1916. Um tíma bjuggu allir bræðurnir ásamt Gíslínu móður þeirra að Uppsölum. Móðir Gísla lést árið 1950.
-
Andlitsmyndir Gísli Oktavíanus Gíslason
Minningargreinar Gísli Oktavíanus Gíslason Gísli Oktavíanus Gíslason -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S31] Morgunblaðið, 10.01.1987, s. 34.
- [S326] Otradalsprestakall; Prestsþjónustubók Bíldudalssóknar og Selárdalssóknar 1930-1949, 196-197.
- [S2] Íslendingabók.
- [S26] Vísir, 30-7-2008.
- [S1] Gardur.is, https://gardur.is/einstakl.php?nafn_id=280928&sumarblom_help=&umhirdu_beidni_help=.
- [S31] Morgunblaðið, 29-10-2007.
- [S377] Heimasíða, https://www.mannlif.is/frettir/innlent/gisli-a-uppsolum-vard-fraegur-eftir-heimsokn-omars-einbuinn-sem-hafdi-hvorki-vatn-ne-rafmagn/.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.