Þórður Halldórsson
1905 - 2003 (97 ára)-
Fornafn Þórður Halldórsson [1, 2] Fæðing 25 nóv. 1905 Bjarnarfosskoti, Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 10 jan. 2003 Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, Íslandi [1, 2] Greftrun 18 jan. 2003 Hellnakirkjugarði, Breiðuvíkurhr., Snæfellsnessýslu, Íslandi [1, 2] Þórður Halldórsson
Plot: 152Nr. einstaklings I12523 Legstaðaleit Síðast Breytt 14 maí 2021
Faðir Halldór Jónsson
f. 28 nóv. 1870
d. 13 sep. 1948 (Aldur 77 ára)Móðir Ingiríður Bjarnadóttir
f. 13 sep. 1863
d. 6 jan. 1963 (Aldur 99 ára)Nr. fjölskyldu F3063 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Refaskytta, listmálari og rithöfundur.
Þórður hlaut átta vikna skólavist í farskóla og góða undirstöðumenntun heima fyrir. Hann tók próf á vorin fram til fermingaraldurs.
Þórður var bóndi í Staðarsveit og síðar á Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi, stundaði sjómennsku, fyrst á togurum í 28 vertíðir, en hann fór sína fyrstu sjóferð í Halaveðrinu 1925. Síðar var hann trillukarl um árabil frá Arnarstapa og Hellnum. Þá var hann mjólkurbílstjóri, sigmaður, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Stykkishólms, verkamaður, refaskytta og margt fleira.
Þórður lenti í ótrúlegum mannraunum og svaðilförum um dagana, eins og lesa má um í bókum hans og Lofts Guðmundssonar, Mannleg náttúra undir Jökli, útg. 1973, og Náttúran er söm við sig undir Jökli, útg. 1974. Þá var hann, ásamt Haraldi Inga Haraldssyni, höfundur að bókinni Setið á svalþúfu – handbók fyrir veiðiþjófa, útg. 1989. Hann var einnig höfundur ljóðabókanna Er allt sem sýnist?, útg. 1954, og Ennþá dugar rímað stefið, útg. 1991.
Þórður var listmálari í 40 ár og hélt sína þrettándu einkasýningu í Menningarstofnun Bandaríkjanna í Reykjavík er hann varð níræður. [3]
- Refaskytta, listmálari og rithöfundur.
-
Skjöl Þórður Halldórsson 85 ára
Sögur Þórður refaskytta og lífskúnstner
Vikan 27.08.1987, s. 24-29Óttinn er orkusóun
Loftur Guðmundsson ræðir við Þórð á Dagverðará um galdramannasálfræði undan Jökli, um menn á mörkum lífs og dauða, feigð og fyrirspár, heift og bölbænir, orkustöðvar í Breiðuvíkurfjöllum og lágfótuveiðar.
Vikan 04.06.1964, s. 10-12, 41, 43-45
Andlitsmyndir Þórður Halldórsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.