Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar
1923 - 2009 (86 ára)-
Fornafn Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar [1, 2] Fæðing 20 jan. 1923 Reykjavík, Íslandi [1, 2] Hin íslenska fálkaorða 1987 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [2] Halldór var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1987 fyrir störf í þágu blindra á Íslandi. Andlát 1 maí 2009 Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Greftrun 9 jún. 2009 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar
Plot: A-20-32Steinunn Ásthildur Sveinsdóttir Rafnar, Stefán Sigurður Jónasson Rafnar & Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar
Plot: A-20-31, A-20-30, A-20-32Nr. einstaklings I12184 Legstaðaleit Síðast Breytt 2 maí 2021
Faðir Stefán Sigurður Jónasson Rafnar
f. 5 apr. 1896
d. 17 apr. 1947 (Aldur 51 ára)Móðir Steinunn Ásthildur Sveinsdóttir Rafnar
f. 24 apr. 1893
d. 11 jún. 1934 (Aldur 41 ára)Nr. fjölskyldu F2990 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Halldór fékkst við bókaútgáfu á námsárum sínum og gaf m.a. út ýmis rit eftir afa sinn, séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hann starfaði við Borgarfógetaembættið í Reykjavík í 25 ár. Hann var skipaður borgarfógeti 1967 og gegndi því starfi þar til hann missti sjónina árið 1974. Að lokinni dvöl í endurhæfingu fyrir nýblinda í Torquay í Bretlandi setti hann á stofn lögfræðilega ráðgjöf fyrir skjólstæðinga Öryrkjabandalags Íslands. Halldór var formaður Blindrafélagsins á árunum 1978-1986 og framkvæmdastjóri félagsins 1985-1994. Hann var varaformaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í nokkur ár. Einnig sat hann í stjórn samstarfsnefndar blindrafélaga á Norðurlöndum og var formaður þeirra um nokkurt skeið. Hann var fulltrúi Íslands við stofnun Evrópusambands blindra í Osló 1984 og við stofnun Heimssambands blindra í Rihjad í Saudi-Arabíu sama ár. Halldór sat í stjórn Umferðarráðs f.h. Öryrkjabandalags Íslands og Félags eldri borgara auk þess sem hann var fulltrúi blindra í stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar 1990-2008.
Halldór var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1987 fyrir störf í þágu blindra á Íslandi.
Þorbjörg og Halldór héldu lengst heimili í Fossvogi en síðustu ár hefur hann dvalið á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. [2]
- Halldór fékkst við bókaútgáfu á námsárum sínum og gaf m.a. út ýmis rit eftir afa sinn, séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hann starfaði við Borgarfógetaembættið í Reykjavík í 25 ár. Hann var skipaður borgarfógeti 1967 og gegndi því starfi þar til hann missti sjónina árið 1974. Að lokinni dvöl í endurhæfingu fyrir nýblinda í Torquay í Bretlandi setti hann á stofn lögfræðilega ráðgjöf fyrir skjólstæðinga Öryrkjabandalags Íslands. Halldór var formaður Blindrafélagsins á árunum 1978-1986 og framkvæmdastjóri félagsins 1985-1994. Hann var varaformaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í nokkur ár. Einnig sat hann í stjórn samstarfsnefndar blindrafélaga á Norðurlöndum og var formaður þeirra um nokkurt skeið. Hann var fulltrúi Íslands við stofnun Evrópusambands blindra í Osló 1984 og við stofnun Heimssambands blindra í Rihjad í Saudi-Arabíu sama ár. Halldór sat í stjórn Umferðarráðs f.h. Öryrkjabandalags Íslands og Félags eldri borgara auk þess sem hann var fulltrúi blindra í stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar 1990-2008.
-
Andlitsmyndir Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.