Sigurjón Samúelsson
1936 - 2017 (81 ára)-
Fornafn Sigurjón Samúelsson [1, 2] Fæðing 6 feb. 1936 Hrafnabjörgum, Ögurhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 4 ágú. 2017 Hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, Íslandi [1, 2] Greftrun 12 ágú. 2017 Ögurkirkjugarði, Ögurhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] - Reitur: 74 [1]
Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I11661 Legstaðaleit Síðast Breytt 4 apr. 2021
-
Athugasemdir - Sigurjón ólst upp við hefðbundin sveitastörf auk starfa á jarðvinnutækjum búnaðarfélaga Ögur- og Reykjafjarðarhreppa, aðallega við túnræktun og vegagerð. Sigurjón stundaði einnig sjómennsku um nokkurra ára skeið á vertíðum, aðallega frá Grindavík. Lengst af sem 2. vélstjóri á vélbátnum Guðjóni Einarssyni. Sigurjón tók við búi á Hrafnabjörgum eftir lát föður síns árið 1958 og bjó þar alla tíð síðan. Framan af með sauðfé og kýr en seinni árin eingöngu sauðfé. Sigurjón var formaður Veiðifélags Laugdælinga um áratuga skeið, sat í hreppsnefnd Ögurhrepps og síðar Súðavíkurhrepps um ára bil. Hann var auk þess formaður búnaðarfélags Ögurhrepps um tíma og í stjórn Ræktunarsambands Ögur- og Reykjafjarðarhrepps.
Áhugamál Sigurjóns var söfnun og varðveisla gamalla hljómplatna og átti hann gríðarstórt plötusafn sem innihélt m.a. nánast allar íslenskar 78 snúninga plötur sem gefnar voru út. [2]
- Sigurjón ólst upp við hefðbundin sveitastörf auk starfa á jarðvinnutækjum búnaðarfélaga Ögur- og Reykjafjarðarhreppa, aðallega við túnræktun og vegagerð. Sigurjón stundaði einnig sjómennsku um nokkurra ára skeið á vertíðum, aðallega frá Grindavík. Lengst af sem 2. vélstjóri á vélbátnum Guðjóni Einarssyni. Sigurjón tók við búi á Hrafnabjörgum eftir lát föður síns árið 1958 og bjó þar alla tíð síðan. Framan af með sauðfé og kýr en seinni árin eingöngu sauðfé. Sigurjón var formaður Veiðifélags Laugdælinga um áratuga skeið, sat í hreppsnefnd Ögurhrepps og síðar Súðavíkurhrepps um ára bil. Hann var auk þess formaður búnaðarfélags Ögurhrepps um tíma og í stjórn Ræktunarsambands Ögur- og Reykjafjarðarhrepps.
-
Andlitsmyndir Sigurjón Samúelsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.