Halldóra Júlía Jónsdóttir
1926 - 2009 (82 ára)-
Fornafn Halldóra Júlía Jónsdóttir [1, 2] Fæðing 10 apr. 1926 Grýtu, Öngulsstaðahr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 13 feb. 2009 [1] Greftrun Skútustaðakirkjugarði, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1] Eysteinn Sigurðsson & Halldóra Júlía Jónsdóttir
Plot: 469, 470Nr. einstaklings I10124 Legstaðaleit Síðast Breytt 5 júl. 2020
Fjölskylda Eysteinn Arnar Sigurðsson
f. 6 okt. 1931, Arnarvatni, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 16 jan. 2004, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Akureyri, Íslandi (Aldur 72 ára)Hjónaband 31 des. 1958 [2] Börn 1. Þórgunnur Eysteinsdóttir
f. 10 maí 1961
d. 16 jan. 1994 (Aldur 32 ára)Nr. fjölskyldu F2414 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 8 júl. 2020
-
Athugasemdir - Halldóra ólst upp á Grýtu og bjó þar að mestu fram undir þrítugt. Hún vann nokkur ár á saumastofum í Reykjavík og á Akureyri en árið 1955 hóf hún störf í eldhúsi Laugaskóla í Reykjadal og varð síðar ráðskona þar. Á Laugum kynntist hún Eysteini sem var þar bryti og kenndi við skólann. Þau unnu á Laugum í fjóra vetur eða til ársins 1959 þegar þau fluttu í Mývatnssveit og stofnuðu nýbýlið Arnarvatn 4 árið eftir.
Saumaskapur fórst Halldóru einkar vel úr hendi og hún hélt saumanámskeið bæði í Mývatnssveit og öðrum sveitum auk þess að sauma ýmislegt fyrir hina og þessa. Hún tók virkan þátt í búskapnum með eiginmanni sínum, vann öll almenn störf og sá um búið þegar Eysteinn þurfti að ferðast um landið og fara á fundi. Halldóra hafði oft marga menn í fæði á þeim árum þegar Eysteinn vann við vegagerð og eins var oft gestkvæmt á Arnarvatni í tengslum við störf Eysteins í þágu náttúruverndar og félagsmála.
Halldóra söng í kirkjukór Skútustaðakirkju í fjölda ára og sat lengi vel í sóknarnefnd. Einnig var hún félagi í Ungmennafélaginu Mývetningi og tók þátt í leikstarfi og öðru félagsstarfi á vegum þess. Að sama skapi tók hún þátt í starfi Slysavarnadeildarinnar Hrings og sat í stjórn hennar um tíma. [2]
- Halldóra ólst upp á Grýtu og bjó þar að mestu fram undir þrítugt. Hún vann nokkur ár á saumastofum í Reykjavík og á Akureyri en árið 1955 hóf hún störf í eldhúsi Laugaskóla í Reykjadal og varð síðar ráðskona þar. Á Laugum kynntist hún Eysteini sem var þar bryti og kenndi við skólann. Þau unnu á Laugum í fjóra vetur eða til ársins 1959 þegar þau fluttu í Mývatnssveit og stofnuðu nýbýlið Arnarvatn 4 árið eftir.
-
Andlitsmyndir Halldóra Júlía Jónsdóttir -
Kort yfir atburði Fæðing - 10 apr. 1926 - Grýtu, Öngulsstaðahr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Greftrun - - Skútustaðakirkjugarði, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.