hit counter
  • First Name:   
  • Last Name:   

Hólmakirkjugarður í Reyðarfirði

Hólmakirkjugarður í Reyðarfirði var ljósmyndaður sumarið 2019 af Trausta Traustasyni. Alls eru skráðir 14 einstaklingar þar og eru allir nema einn skráðir með ljósmynd af legstein.  Kirkjugarðurinn er ekki lengur í notkun og hann er frekar gamall, fyrsta jarðsetningin er skráð 1845 og sú síðasta 1912, þannig að það eru komin rétt rúmlega 100 ár síðan að jarðað var í garðinum. Garðurinn var í frekar mikilli órækt þannig að það gætu leynst fleiri steinar þar sem ekki voru sjáanlegir vegna þess.

Hólmakirkjugarður er að mörgu leiti mjög áhugaverður (að mínu mati a.m.k.) og í honum má finna margar merkilegar sögur.  Þar hvílir t.d. norskur síldarveiðimaður að nafni Berent Johannessen Kilen sem lést 5. september 1908, langt frá heimahögum.

Einnig hvílir þar maður að nafni Kjartan Ísfjörð, en hann "...fékk verslunarréttindi á Eskifirði hinn 21. júlí árið 1802 og reisti verslunarhús sín þar sem heitir í Framkaupstað. Hann var eskfirskur sýslumannssonur sem sigldi ungur til Kaupmannahafnar og gerðist þar umsvifamikill á sviði viðskipta um tíma ásamt því að reka verslunina á Eskifirði." 1 Kjartan er fyrsti íslenski kaupmaðurinn og þriðji borgari Eskifjarðar.

Carl Daníel TuliniusGuðrún Þórarinsdóttir TuliniusStór minnisvarði stendur yfir leiðum hjónanna Carls Daníels Tulinius og Guðrúnar Þórarinsdóttur, en Carl Daníel var fæddur á Suður-Jótlandi og rak verzlun á Eskifirði.

Í garðinum hvíla svo tveir prestar; séra Hallgrímur Jónsson sem lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1840 og varð síðar (1851) þjóðfundarmaður S-Múlasýslu, og séra Jóhann Lúther Sveinbjörnsson sem var sóknarprestur Hólmakirkju í Reyðarfirði frá 4. nóvember 1893 til 11. september 1912 þegar hann lést úr heilablóðfalli.

Ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa frekari æviágrip þessa fólks, en ef þú vilt leggja slíkt til þá tek ég alltaf á móti framlögum :-D

Heimild: 1. Morgunblaðið, 17. júlí 2002.


Webmaster Message

This is the text in the bottom left box. You can use it to add research information, your thoughts, anything you'd like. You can talk about how you document your research, your favorite research source, anything that comes to mind.

©  

Genealogy Web Templates