Oddur BA 12

Oddur BA-12 var opinn bátur, 4½ lest að stærð, með 16 hestafla Lister dieselvél. Hann lagði af stað frá Flatey um kl 11 að morgni föstudaginn 25. júní 1954, áleiðis til Sveinaness með vörur og farþega, en í góðu veðri er um tveggja klst sigling frá Flatey til Svínaness. Frá Hvallátrum í Látralöndum sást til bátsins og mun hann þá hafa átt 30-45 mín. siglingu. Eftir það spurðist ekki til ferða hans og þegar ekki hafði frést neitt af bátnum um miðjan dag þann 26., var hafin leit að honum og fannst þá eitt og annað sem átti að vera í bátnum. Er það álit kunnugra manna að báturinn muni hafa farist skömmu eftir að til hans sást frá Hvallátrum, en skammt fyrir innan, þar sem Straumsker heitir, er mikil röst og kröpp bára.

cd3c4583 c5a2 46e9 b3ff e50bf72fcf83 MS
Ljósmynd frá Hafliða Aðalsteinsyni – Ljósmyndasíða Rikka. Myndin er tekin við klöppina við Nýjuvararbryggjuna og sést í Bryggjuskerið og í Hafnarhólmann aftan við bátinn.

Um borð voru 5 manns, þar af 3 farþegar. Farþegarnir þrír munu hafa komið til Flateyjar á fimmtudeginum áður með bátnum Baldri og á föstudeginum munu þau svo hafa ætlað að halda förinni áfram heim.

Þau sem fórust voru:

1912 04 13 GesturVilmundurGislason

Gestur Vilmundur Gíslason, formaður frá Flatey. Hann var 42 ára, og lét eftir sig 3 börn, það elsta 11 ára.

1922 10 27 LarusJakobsson

Lárus Jakobsson, háseti frá Flatey, 31 árs. Hann átti aldraða móður á lífi.

1889 12 14 SumarlidiOskarArinbjornsson

Sumarliði Óskar Arinbjörnsson, bóndi og hreppstjóri á Sveinungseyri í Gufudalssveit. Hann var 64 ára og lét eftir sig konu og uppkomin börn. Sumarliði var á leið heim eftir að hafa fengið heimfararleyfi af Vífilsstaðahæli.

1902 06 21 GudrunEinarsdottir

Guðrún Einarsdóttir, frá Skelskerjum í Múlasveit. Hún var 52 ára og lét eftir sig eiginmann og uppkomna dóttur.

myndvantar1

Jóna Hrefna Guðmundsdóttir, frá Skelskerjum. 26 ára gömul dóttir Guðrúnar.

56d2382d 0540 425c baf4 8b270f0dbdfe MS
Oddur BA 12 við Litlanes. – Mynd: Ólína J. Jónsdóttir Flatey – Ljósmyndasíða Rikka

Lík Gests fannst einum eða tveimur mánuðum eftir slysið og hvílir hann í Flateyjarkirkjugarði. Hin fjögur sem fórust með bátnum hvíla öll í votri gröf, en í Brjánslækjarkirkjugarði má finna stein til minningar mæðgunum Guðrúnu og Hrefnu. Steinninn er staðsettur við stein Guðmundar Pálssonar sem var maður Guðrúnar og faðir Hrefnu. Mér vitanlega eru ekki aðrir minningarsteinar til.

Heimildir:
Sjómannablaðið Víkingur 01-10-1954, s. 240.
MBL 29.06.1954, s. 16.
Hafliði Aðalsteinsson (FB Flateyingar 28-09-2021).

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *