hit counter
  • First Name:   
  • Last Name:   

Vélstjórar

Mynd

Nafn

Fæðingard.

Dánard.

Aths.


Andrés Jóhann Ólafsson
Andrés Jóhann Ólafsson 16-03-1940 24-03-2013 Andrés lærði vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík 1957-61. Hann stundaði nám við Vélskólann í Reykjavík 1961-64.
Heimild:Morgunblaðið, 08-04-2013

Arnþór Sigtryggsson
Arnþór Sigtryggsson 30-03-1954 12-05-1991 Að loknu landsprófi settist hann á skólabekk Vélskólans í Reykjavík og lauk þaðan vélstjóraprófi 1977.
Heimild:Morgunblaðið, 17-05-1991, s. 34

Ársæll Þórarinsson
Ársæll Þórarinsson 01-02-1927 09-02-1946 Vélstjóri á
vélbátnum Öldunni NS 202
Aldan NS 202
frá Seyðisfirði, sem fórst í miklu óveðri.
Heimild:Morgunblaðið 12-02-1946, s. 2

Baldur Sævar Konráðsson
Baldur Sævar Konráðsson 25-02-1943 28-07-2016

Björgvin Theodór Hilmarsson
Björgvin Theodór Hilmarsson 19-09-1933 16-09-2014 Björgvin ólst upp í Keflavík og bjó þar alla tíð. Hann lagði stund á sjómennsku og gerðist vélstjóri. Björgvin var til sjós frá unglingsárum til ársins 1973 er hann neyddist til að hætta sjómennsku vegna heilsubrests. Á árum áður var Björgvin mikill sundmaður og synti Björgvin stakkasund á sjómannadeginum í mjög mörg ár. Sat hann um tíma í stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja og árið 1990 var Björgvin sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins í Keflavík.
Heimild:Morgunblaðið, 14-10-2014

Bóas Gunnarsson
Bóas Gunnarsson 15-12-1932 09-05-2015 Bóas stundaði nám við Héraðsskólann að Laugum 1950-1952, Vélskóla Íslands á Akureyri 1952-1953 og Stýrimannaskólann á Akureyri 1958. Hann stundaði sjómennsku frá Reyðarfirði 1947-1963, lengst á
Snæfugli SU 20
Snæfugl SU 20
, sem vélstjóri og síðar stýrimaður. Hann kom að uppbyggingu Léttsteypunnar í Mývatnssveit árið 1963 og var verkstjóri hennar til ársins 1966 er hann hóf störf við Kísiliðjuna þar sem hann var verkstjóri yfir dælingu kísilgúrs úr Mývatni, allt til starfsloka árið 1999.
Heimild:Morgunblaðið, 22-05-2015

Eiríkur Jóel Sigurðsson
Eiríkur Jóel Sigurðsson 21-03-1895 10-11-1982 Vélstjóri á
Sæborginni
Mb. Sæborgin
, síðar vélstjóri á m/b Gullfossi. Vélstjóri í Fiskiðjunni í Keflavík og síðan í frystihúsinu Frosta.
Heimild:Morgunblaðið, 20-11-1982, s. 37

Eiríkur Júlíus Sigurðsson
Eiríkur Júlíus Sigurðsson 21-03-1895 10-11-1982 Sjómennska varð ævistarf Eiríks eða í 50 ár. Hann útskrifaðist frá Vélskólanum og starfaði sem slíkur á:
Hilmi KE-7
Hilmir KE 7
,
Hilmi KE-8
Hilmir II KE 8
og lengst af, eða 30 ár á
Keflvíkingi KE-100
Keflvíkingur KE 100
. Sat í stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja sem gjaldkeri á árunum 1962-1965.
Heimild:Morgunblaðið, 10-04-2008

Erlendur Magnússon
Erlendur Magnússon 06-07-1949 10-01-1970 Var 2. vélstjóri á vélbátnum
Sæfara BA-143
Vb. Sæfari BA-143
frá Tálknafirði. Sæfari fór á sjó á föstudagsmorgni 9. janúar 1970. Síðast heyrðist til bátsins kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Var báturinn þá með bilaðan radar, en hafði nýlokið við að draga línuna. Báturinn var þá staddur á 66,6° N og 25° V. Síðdegis þennan sunnudag hófu mörg skip leit að bátnum, þar á meðal breskir togarar og eftirlitsskipið "Orsing", einnig flugvél frá Keflavíkurflulgvelli. Var vindur þá 8-9 vindstig og bjart á Tálknafirði, en bylur úti fyrir. Næstu daga var víðtækri leit haldi áfram, en reyndist árangurslaus og var báturinn talinn af fimmtudaginn 15. janúar 1970.
Heimild:Sjómannablaðið Víkingur 01-02-1970, s. 4

Erlingur Ragnarsson
Erlingur Ragnarsson 11.02.1964 02.11.2017 Erlingur kláraði 9. bekkinn á Laugum í Reykjadal og lærði í framhaldi af því húsgagnasmíði tvo vetur þar en fór síðan í Verkmenntaskólann á Akureyri og tók grunndeild málmiðnaðar og lá leiðin þaðan í vélstjórn við sama skóla, þar sem hann lauk 3. stigi. Hann lauk síðan náminu í Vélskóla Íslands með sveinsprófi í greininni og tók í framhaldinu meistarann. Hann vann lengi í Gjörva en síðustu 15 árin starfaði hann á frystitogaranum
Vigra RE
Virgri RE-71
, fyrst sem vélstjóri og síðar yfirvélstjóri.
Heimild:Morgunblaðið 11-11-2017

Friðrik Ben Þorbjörnsson
Friðrik Ben Þorbjörnsson 30.10.1931 24.04.2008 Vélstjóri á hinum ýmsu bátum, m.a. Hörpu KE, Ingiber Ólafsson KE, Árna Geir KE. Síðast, í 14 ár, var hann fyrsti vélstjóri á Erni KE.
Heimild:Morgunblaðið 07-08-1964, s. 3 & Ægir 01-05-1998, s. 49

Gestur Auðunsson
Gestur Auðunsson 23.06.1915 18.12.1999 Tók minna mótorvélstjórapróf í Eyjum 1933 og smáskipstjórapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Heimild:Morgunblaðið 27-05-2000, s. 49

Guðbjartur Cecilsson
Guðbjartur Cecilsson 07.03.1927 04.09.1994 Vélstjóri í Grundarfirði.
Heimild:Íslendingabók

Guðjón Vigfússon
Guðjón Vigfússon 28-06-1898 12-03-1941 Var 1. vélstjóri á línuveiðaranum
Pjétursey
E.s. Pétursey
frá Ísafirði. Skipið ljet úr höfn í Vestmannaeyjum með ísvarinn fisk á leið til Englands þann 10. mars kl. 1 e.h. Sást að morgni þess 12. um það bil 300 sjómílu s.s.a. frá Vestmannaeyjum. Væri skipið þá á fullri ferð og gott veður. Síðan hefur ekkert til þess spurst. Talið er að þýskur kafbátur hafi ráðist á skipið og grandað því með allri áhöfn, 10 manns.
Heimild:Holtsprestakall í Önundarfirði; Prestsþjónustubók Holtssóknar, Kirkjubólssóknar í Valþjófsdal, Staðarsóknar í Súgandafirði og Flateyrarsóknar 1897-1945, s. 414-415

Guðmundur Júlíus Magnússon
Guðmundur Júlíus Magnússon 05-07-1897 11-03-1975 Lengst af vélstjóri á mb. Framtíðinni, síðar á mb. Bjarna Ólafssyni og mb. Sæfara. Lengi starfaði Guðmundur sem vélstjóri í Hraðfrystihúsinu Jökli í Keflavík, en síðan 1965 var hann umsjónarmaður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík.
Heimild:Faxi, 01-06-1975, s. 86

Guðmundur Þórarinn Guðjónsson
Guðmundur Þórarinn Guðjónsson 15-01-1913 01-07-1975 Ungur fór Guðmundur til sjávar og réri þar á vetrarvertíðum. Hann tók vélstjórapróf 1940 og var um tíma vélstjóri á v.b. Bjarna Ólafssyni. En 1942 réðst hann til starfa hjá Dráttarbraut Keflavíkur og hóf skömmu síðar nám í skipasmíði hjá Agli Þorfinnssyni, er þar var þá yfirsmiður. Guðmundur lauk þaðan sveinsprófi 1948.
Heimild:Faxi 01-11-1975, s. 103

Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson 19-10-1945 10-01-1970 Var 1. vélstjóri á vélbátnum
Sæfara BA-143
Vb. Sæfari BA-143
frá Tálknafirði. Sæfari fór á sjó á föstudagsmorgni 9. janúar 1970. Síðast heyrðist til bátsins kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Var báturinn þá með bilaðan radar, en hafði nýlokið við að draga línuna. Báturinn var þá staddur á 66,6° N og 25° V. Síðdegis þennan sunnudag hófu mörg skip leit að bátnum, þar á meðal breskir togarar og eftirlitsskipið "Orsing", einnig flugvél frá Keflavíkurflulgvelli. Var vindur þá 8-9 vindstig og bjart á Tálknafirði, en bylur úti fyrir. Næstu daga var víðtækri leit haldi áfram, en reyndist árangurslaus og var báturinn talinn af fimmtudaginn 15. janúar 1970.
Heimild:Sjómannablaðið Víkingur 01-02-1970, s. 4

Gunnar Ólafur Haraldsson
Gunnar Ólafur Haraldsson 26.09.1917 23.11.1940 Vélstjóri. Fórst með vélbátnum
Eggert GK 521
Eggert GK 521
.
Heimild:Morgunblaðið, 29-11-1940, s. 3

Halldór Guðni Pálmarsson
Halldór Guðni Pálmarsson 30.06.1940 22.02.2016 Lauk námi við Vélskóla Íslands árið 1965.
Heimild:Morgunblaðið 29-02-2016, s. 20

Haraldur Valtýr Magnússon
Haraldur Valtýr Magnússon 28-07-1924 26-02-2009 Haraldur stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri til ársins 1992, lengst af var hann vélstjóri á sementsflutningaskipinu
Skeiðfaxa
Skeiðfaxi
.
Heimild:Morgunblaðið, 06-03-2009

Jón Sigmundsson
Jón Sigmundsson 03-11-1927 09-02-1946 2. vélstjóri á
vélbátnum Öldunni NS 202
Aldan NS 202
frá Seyðisfirði, sem fórst í miklu óveðri.
Heimild:Þjóðviljinn 12-02-1946, s. 1

Matthías Sófonías Kristinn Hagalínsson
Matthías Sófonías Kristinn Hagalínsson 11-07-1918 09-02-1946 Var vélstjóri á vélbátnum
Max IS 8
Max IS 8
frá Bolungarvík. Max fór í róður föstudagskvöldið 8. febrúar 1946. Aðfaranótt laugardagsins gerði aftakaveður af vestri, og fór það harðnandi er leið á daginn. Laugardagsmorguninn eftir dró Max nokkuð af línu sinni, en eftir það spurðist ekkert til hans. Á sunnudag rak ýmislegt úr bátnum að Látrum í Aðalvík. Talið er víst að hann hafi farist á leiðinni til lands.
Heimild:Ægir, 01-02-1946, s. 79.

Sigurður Páll Ebeneser Sigurðsson
Sigurður Páll Ebeneser Sigurðsson 29-10-1916 09-02-1946 Var vélstjóri á vélbátnum
Geir GK 198
Geir GK 198
frá Keflavík sem fórst í aftakaveðri.
Heimild:Faxi, 01-01-1986, s. 26

Sveinbjörn Klemenzson
Sveinbjörn Klemenzson 01-10-1913 14-09-1978 Ungur réðst hann til náms í vélvirkjun í Landssmiðjunni. Fór að því búnu í Vélskóla Íslands og brautskráðist þaðan 1938. Eftir það vélstjóri til sjós m.a. á m/s Esju, þegar henni var nýrri hleypt af stokkunum í Álaborg 1939. Var vélstjóri við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði nokkur sumur. Stofnaði ásamt fleirum vélsmiðjuna Klett í Hafnarfirði. Verkstjóri þar um 10 ára skeið. Stofnsetti síðar og rak Vélsmiðju Álftaness. Framleiddi um árabil miðstöðvarkatla auk annarrar nýsmíði og viðhalds véla. Jafnframt var hann nokkur sumur vélstjóri við Síldarverksmiðjur ríkisins á Skagaströnd og Seyðisfirði. Einnig um tíma í Síldar- og fiskimjölsverksmiðju í Örfirisey. Hann var prófdómari í vélvirkjun í Hafnarfirði í mörg ár. Vann sem vélstjór við Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði, eða svo lengi sem heilsan leyfði.
Heimild:Morgunblaðið 22-09-1978, s. 22

Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson 08.06.1909 12.02.1944 Vélstjóri á m.b.
Óðni GK-22
Óðinn GK-22
og fórst með honum.
Heimild:Faxi 01-03-1944, s. 2

Þorsteinn Þórðarson
Þorsteinn Þórðarson 17.05.1892 11.01.1944 Þorsteinn lauk járnsmíðanámi hjá Bjarnhéðni Jónssyni járnsmíðameistara í Reykjavík í kringum 1916 og vélstjóraprófi í Vélstjóraskólanum í Reykjavík 1921. Hann var vélstjóri á togurum, meðal annars lengi hjá Kveldúlfi hf. Hann fór í sögurfræga ferð til Kúbu um 1920 með
es. Villemoes
Es. Villemoes
en það skip var eign Landsjóðs. Síðast var hann vélstjóri á bv.
Max Pemberton RE 278
Max Pemberton RE 278
og fórst með honum ásamt allri áhöfn.
Heimild:Vélstjóra- og verkfræðingatal S-Ö, s. 2199, Sjómannablaðið Víkingur, 01-01-1944, s. 6, Ægir 01-01-1944, s.10

Webmaster Message

This is the text in the bottom left box. You can use it to add research information, your thoughts, anything you'd like. You can talk about how you document your research, your favorite research source, anything that comes to mind.

©  

Genealogy Web Templates