Heimagrafreitir

Heimagrafreitur Hólmi í Landbroti

Heimagrafreitur Hólmi í Landbroti

Heimagrafreiturinn að Hólmi í Landbroti var vígður 18. september 1938 er Bjarni Runólfsson, bóndi og rafvirki, var lagður þar til hinstu hvílu. Staðinn, hól í austur frá bænum, hafði hann sjálfur valið. Þar hafði hann leikið sér í bernsku og séð hinn víða fjallafaðm með fögrum hlíðum og hvítum jökulbungum. 

Heimagrafreitur Hólmi í Landbroti Read More »

Heimagrafreitur Hesteyri IMG 9721

Heimagrafreitur Hesteyri

Í heimagrafreitinum að Hesteyri við Mjóafjörð hvíla 10 einstaklingar. Sú fyrsta til vera greftruð þar var Þórunn Ólafía Pálsdóttir Ísfeld en hún lést 5. mars 1908. Óskaði sonur hennar eftir heimagreftri og fékk hann stutt svar í símskeyti, að það væri því aðeins leyft að „sérstaklega stæði á“. Sóknarpresturinn leit svo á að óskir konunnar sjálfrar væru fullnægjandi ástæða (yfirvöld hefðu tæpast litið svo á). Hann gróf því konuna í reitinn, þann 30. mars 1908, og vígði hann um leið. Tveimur árum síðar ber bóndinn sig svo eftir formlegu leyfi.

Heimagrafreitur Hesteyri Read More »

Kapellan í Þykkvabæ í Landbroti

Heimagrafreitur Þykkvabæ í Landbroti

Staðsetning: Kirkjubæjarhr., V-Skaftafellssýslu.Fjöldi einstaklinga: 13 Fjöldi legsteinamynda: 12 Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2023). Fjöldi kvenna: 7 Fjöldi karla: 6 Meðalaldur: 71 ár Skoða garðinn í gagnagrunninum 3. nóvember 1914 fékk Helgi Þórarinsson, bóndi í Þykkvabæ í Landbroti, eftir nokkurt þóf, konungsleyfi til að taka upp heimagrafreit á bæ sínum. Ári síðar lést Helgi, aðeins 54 ára gamall og var hann sá fyrsti

Heimagrafreitur Þykkvabæ í Landbroti Read More »

Heimagrafreitur Skúmsstöðum

Heimagrafreitur Skúmsstöðum

Heimagrafreitur á Skúmsstöðum var vígður af sr. Sigurði S. Haukdal á Bergþórshvoli og tekinn í notkun 28. júlí 1962. Þá var jarðsettur þar Þorvaldur Jónsson bóndi á Skúmsstöðum en hann hafði látist þann 21. júlí 1962 af völdum slyss sem hann varð fyrir fjórum dögum áður, er hann lenti undir dráttarvél. 

Heimagrafreitur Skúmsstöðum Read More »

heimagrgrimstungu0

Heimagrafreitur Grímstungu

Staðsetning: Áshr., A-Húnavatnssýslu. Fjöldi einstaklinga: 2 Fjöldi legsteinamynda: 3 Ljósmyndari: Valdimar Jón Guðmannsson (2022). Fjöldi kvenna: 1 Fjöldi karla: 1 Meðalaldur: 93 ár Skoða garðinn í gagnagrunninum Í heimagrafreitnum að Grímstungu í Vatnsdal hvíla, eftir því sem ég best veit, aðeins tveir einstaklingar. Það eru hjónin Péturína Björg Jóhannsdóttir og Lárus Björnsson sem voru bændur í Grímstungu. Að vísu sést kross

Heimagrafreitur Grímstungu Read More »

heimagrkeldum3a

Heimagrafreitur í Grafarholti

Staðsetning: Reykjavík. Fjöldi einstaklinga: 8 Fjöldi legsteinamynda: 4 Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2020). Fjöldi kvenna: 5 Fjöldi karla: 3 Meðalaldur: 66 ár Skoða garðinn í gagnagrunninum Í heimagrafreitnum í Grafarholti hvíla alls 8 einstaklingar. Er hér um að ræða hjónin Björn Bjarnarson og Kristrúnu Eyjólfsdóttur, fjögur börn þeirra (Sólveig, Guðrún, Björn Birnir og Sigríður) ásamt eiginkonu Björns B. (Bryndís Einarsdóttir Birnir), og

Heimagrafreitur í Grafarholti Read More »

307941233 494654535509277 2865218320526769318 n

Heimagrafreitur Brekku

Staðsetning: Hvalfjarðarstrandarhr., Borgarfjarðarsýslu. Fjöldi einstaklinga: 1 Fjöldi legsteinamynda: 2 Ljósmyndari: Úrsúla Árnadóttir (2022). Fjöldi kvenna: 0 Fjöldi karla: 1 Meðalaldur: 86 ár Skoða garðinn í gagnagrunninum Í heimagrafreitnum að Brekku hvílir aðeins einn maður, Magnús Gíslason. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Gísli Gíslason og Jórunn Magnúsdóttir er þá voru bændur í Stórabotni, en frá 10 ára aldri ólst Magnús upp á Brekku

Heimagrafreitur Brekku Read More »

309775859 867680734221165 291866548030016600 n

Heimagrafreitur Fiskilæk

Staðsetning: Leirár- og Melahr., Borgarfjarðarsýslu.Fjöldi einstaklinga: 12 Fjöldi legsteinamynda: 12 Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2022). Fjöldi kvenna: 6 Fjöldi karla: 6 Meðalaldur: 71 ár Skoða garðinn í gagnagrunninum Fyrsti heimagrafreiturinn á Íslandi var stofnaður að Fiskilæk í Borgarfirði 1878. Þórður Sigurðsson, bóndi á Fiskilæk, sendi umsókn til Hilmars Finsen sem var fyrsti landshöfðingi Íslands, en með umsóknininni var dönsk þýðing á bréfaskiptum

Heimagrafreitur Fiskilæk Read More »