Heimagrafreitur Laugabóli Ísafirði við Ísafjarðardjúp

Í þessum heimagrafreit hvíla 18 einstaklingar. Þekktasti einstaklingurinn hér mun líklegast vera Hallfríður Guðrún Eyjólfsdóttir eða Halla skáldkona eins og hún oft er kölluð. Eftir Höllu liggja tvær ljóðabækur, Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. Bækurnar eru miklar að vöxtum og ljóðin margvísleg að allri gerð. Úrval kvæða hennar sem Guðfinna Hreiðarsdóttir gaf út ásamt æviágripi kom út árið 2008 og nefnist bókin Svanurinn minn syngur.

Sigvaldi Kaldalóns var nágranni Höllu og tóku þau upp samstarf sem fólst oftast nær í því að Halla færði honum kvæðin og hann samdi lög við þau. Má þar nefna Ég lít í anda liðna tíð og Svanur minn syngur.

Það var Halla sem lét byggja við húsið fjölskyldugrafreit og flutti þangað lík Þórðar fyrri eiginmanns síns, fyrri eiginkonu hans, tengdaföður síns sem og lík þriggja barna þeirra Þórðar sem létust af barnaveiki sumarið 1904.

Núna hvíla þar 19 einstaklingar, þar af eru 18 skráðir í Legstaðaleit. Mér hefur ekki tekist að komast að því hvaða óskírða barn Rebekku Ágústsdóttur hvílir þar líka. Ef einhver veit það má sá hinn sami/hin sama endilega láta mig vita.

Ég teiknaði yfirlit yfir fjölskyldutengsl þeirra sem hvíla þarna, sjá mynd hér fyrir neðan.

Myndirnar tók Soffía Guðrún Gunnarsdóttir og fær hún kærar þakkir fyrir!

Heimildir:
MBL 11.08.2016, s. 27
„MIG LANGAR AÐ FLJÚGA OG FLJÚGA SVO HÁTT“ – eftir Gunnhildi Sif Oddsdóttur

Fjöldi einstaklinga
18
Fjöldi ljósmynda
9
Ljósmyndari

Soffía Guðrún Gunnarsdóttir