hit counter
  • First Name:   
  • Last Name:   

Legstaðaleit

Photos of Icelandic graves

Kennarar

Mynd

Nafn

Fæðingard.

Dánard.

Aths.


Alda Steinunn Jensdóttir
Alda Steinunn Jensdóttir 16-09-1939 15-06-2005 Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Heimild:Morgunblaðið, 23-06-2005

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson 11-06-1919 22-07-1998 Angantýr Hjörvar lauk kennaraprófi árið 1957. Hann var skólastjóri Barnaskólans í Sólgarði til 1969. Framhaldsnám í KHÍ 1969-1970. Kennari í Reykjanesskóla við Ísafjarðardjúp 1970-1971. Eftir það kennari í Hrafnagilsskóla þar til hann lét af störfum árið 1986.
Heimild:Dagur, Íslendingaþættir 31-07-1998, s. V.

Árelíus Níelsson
Árelíus Níelsson 07.09.1910 07.02.1992 Lauk kennaraprófi 1932.
Heimild:Morgunblaðið 07-09-2010

Arnheiður Sigurðardóttir
Arnheiður Sigurðardóttir 25.03.1921 05.10.2001 Arnheiður lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ 1944, stundaði nám við Kennaraskóla Danmerkur 1947-48, las síðar utanskóla til stúdentsprófs og lauk því frá MR 1954 og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1962. Meistaraprófsritgerð hennar, sem fjallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menningarsjóði 1966. Fór í námsferðir til Norðurlandanna 1950 og 1961 og heimsótti Sovétríkin í boði Lestrarfélags kvenna 1956. Arnheiður var kennari í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1944-45 og kennari í Mývatnssveit 1945-47. Hún var íslenskukennari við Reykjaskóla í Hrútafirði 1948-52 og við Kvennaskólann 1952-53 og 1955-58. Stundakennari við Kennaraskólann 1963-64.
Heimild:Morgunblaðið 31-10-2005

Bernharð Stefánsson
Bernharð Stefánsson 08-01-1889 23-11-1969 Kennari í Skriðuhreppi 1908–1910 og í Öxnadal 1910–1923.
Heimild:https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=59

Birgir Vagn Schiöth
Birgir Vagn Schiöth 30.09.1931 30.12.2003 Teikni- og handavinnukennari.
Heimild:Morgunblaðið, 18-01-2004

Bjarni Þorsteinsson
Bjarni Þorsteinsson 11-08-1892 24-09-1973 Lauk prófi frá Kennaraskólanum 1919. Heimiliskennari í Bæjarhreppi 1919-1922. Farkennari í Bæjar- og Staðarhreppi, lengst af í Bæjarhreppi 1923-1951. Skólastjóri heimavistarskólans á Borðeyri 1953-1957. Lét af störfum sökum heilsubrests.
Heimild:Íslendingaþættir Tímans, 29-11-1973, s. 1.

Mynd vantar
Björgólfur Guðnason 24.04.1893 04.02.1940 Kennari Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði.
Heimild:Vegagerðin innanhúss 10. tbl. 2013, nr. 479, s. 7

Björn Hannes Ragnar Oddsson Björnsson
Björn Hannes Ragnar Oddsson Björnsson 21.01.1895 29.09.1975 Lauk kennaraprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1917.
Heimild:Morgunblaðið 10-10-1975, s. 26

Egill Þorfinnsson
Egill Þorfinnsson 27.12.1913 30.05.2004 Kenndi skipateikningar við Iðnskólann í Keflavík.
Heimild:Morgunblaðið, 08-06-2004

Einar Jónsson
Einar Jónsson 18-11-1868 22-10-1932 Kennari á Rangárvöllum 1899-1904.
Heimild:https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=128

Eiríkur Júlíus Eiríksson
Eiríkur Júlíus Eiríksson 22-07-1911 11-01-1987 Lauk kennaraprófi 1934 og varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd.
Heimild:Morgunblaðið, 22-07-2013

Elísabet Marianne Vestdal Jónsdóttir Abéla
Elísabet Marianne Vestdal Jónsdóttir Abéla 12-08-1939 14-08-2003 Elísabet fór til náms í Montpellier árið 1958 og útskrifaðist sem lic-és-lettres í frönsku og ensku árið 1963. Að loknu námi fylgdi Elísabet manni sínum til Tógó í Afríku ásamt Pierre syni þeirra sem þá var ársgamall. Þau fluttust síðan til Orléans, en Elísabet kenndi ensku við menntaskólanum við Orléans í tvö ár. Þau fluttu til Annecy í ársbyrjun 1969 þar sem eiginmaður hennar hóf rekstur rannsóknastofu og var Elísabet honum til aðstoðar, auk þess sem hún kenndi ensku við menntaskólann Laversoie de Thonon í grennd við Annecy.
Heimild:Morgunblaðið, 31-05-2003

Eygló Gísladóttir
Eygló Gísladóttir 18.07.1940 21.09.2018 Kennari, aðallega á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.
Heimild:Morgunblaðið 09-10-2018, s.24

Garðar Sæberg Ólafsson Schram
Garðar Sæberg Ólafsson Schram 19.02.1932 19.07.1999 Garðar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1956. Kenndi síðan tvo vetur á Suðureyri við Súgandafjörð, veturnar 1958-59 stundakennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík, veturin 1960 í Höfnum og frá 1961 og til dauðadags við Barnaskólann í Keflavík (síðar Myllubakkaskóla).
Heimild:Morgunblaðið, 27-07-1999, s. 40

Guðlaug Ingibjörg Guðjónsdóttir
Guðlaug Ingibjörg Guðjónsdóttir 14-02-1891 04-04-1977 Kennari í Keflavík.
Heimild:Faxi, 01-03-1944, s. 5.

Guðrún Arnbjarnardóttir
Guðrún Arnbjarnardóttir 20-10-1892 20-11-1983 Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1913. Kenndi við sveitaskólann í Önundarfirði 1913-1916 (á fleiri en einum stað).
Heimild:Alþýðublaðið, 20-10-1967, s. 7, 15.

Hálfdán Sveinsson
Hálfdán Sveinsson 07-05-1907 18-11-1970 Lauk kennaraprófi 1933, og hóf störf við barnaskólann á Akranesi árið eftir.
Heimild:Sveitastjórnarmál , 01-08-1971, s. 174.

Hinrik Biering Þorláksson
Hinrik Biering Þorláksson 07-10-1873 13-12-1956 Vann sem heimiliskennari, farkennari og kenndi nokkra vetur við barnaskólann á Flateyri.
Heimild:Skutull, 15-10-1948, s. 3

Hjörtur Hjálmarsson
Hjörtur Hjálmarsson 28-09-1905 17-11-1993 Hjörtur lauk gagnfræðaprófi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1922. Eftir það var hann kennari í Reykhólasveit en fór svo í kennaranám og lauk því 1926. Þá varð hann aftur kennari í Reykhólasveit 1926-1931. Haustið 1931 varð Hjörtur kennari á Flateyri og þar vann hann síðan lífsstarf sitt. Hann varð skólastjóri á Flateyri.
Heimild:Morgunblaðið 26-11-1993, s. 39.

Júlíus Snæbjörn Petersen
Júlíus Snæbjörn Petersen 21-12-1871 08-08-1946 Kennari í barnaskólanum í Keflavík.
Heimild:Faxi, 01-12-1959, s. 149.

Klemenz Jónsson
Klemenz Jónsson 01-04-1876 16-08-1955 Ungur hóf hann nám í gagnfræða- og kennaraskólanum í Flensborg og lauk þaðan námi 1903. Þar næst dvaldi hann um skeið erlendis og stundaði nám við Statens Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn. Var hann góður námsmaður og vann hylli kennara með prúðmannlegri framkomu og reglusemi. Að loknu námi varð hann kennari í Bessastaðahreppi árið 1905 og byrjaði búskap 1907 á Bjarnarstöðum og fluttist 1913 að Vestri Skógtjörn og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar. Klemens sál. var góður kennari, ljúfur og fórst mæta vel öll stjórn á nemendum sínum, enda munu þeir hafa fengið gott veganesi og leiðbeiningar út í lífið. Hann lét af kennarastörfum 1947.
Heimild:Sveitarstjórnarmál, 15-12-1955, s. 8.

Kristján Hálfdánsson
Kristján Hálfdánsson 03-03-1929 16-10-2008 Starfaði í átta ár sem kennari við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði.
Heimild:Morgunblaðið, 25-10-2008, s. 38

Mynd vantar
Lárus Þórðarson 11-12-1880 09-12-1931 Heimiliskennari í Reykhólasveit.
Heimild:Íslendingingabók

Sigríður Hjartardóttir
Sigríður Hjartardóttir 26-08-1898 22-06-1969 Lauk kennaraprófi 1919. Stundaði kennslu lengst af við Austurbæjarskólann í Reykjavík.
Heimild:Morgunblaðið, 28-06-1969, s. 18

Sigurður Eggerz Þorkelsson
Sigurður Eggerz Þorkelsson 14-02-1891 04-04-1977 Kennari og skólastjóri í Keflavík.
Heimild: Morgunblaðið, 21-11-2005.

Sigurður Þorkelsson
Sigurður Þorkelsson 01-02-1914 06-09-1984 Sigurður var kennari við Loftskeytaskólann í Reykjavík frá 1945 og skólastjóri hans frá 1956.
Heimild: Morgunblaðið, 07-09-1984, s. 4.

Mynd vantar
Sigurjón Jónsson 13-03-1865 07-12-1931 Kennari í Bæjarhreppi.
Heimild:Prestsbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Prestbakkasóknar og Staðarsóknar í Hrútafirði 1899-1937, s. dánir 1931

Þorbjörn Bjarnason
Þorbjörn Bjarnason 22-08-1934 03-10-2016 Þorbjörn útskrifaðist úr Kennaraskólanum árið 1957 og tók við stöðu skólastjóra og kennara við Barnaskólann á Borðeyri af föður sínum. Hann gegndi því starfi frá 1957 til 1980. Þorbjörn fór í framhaldsnám í Kennaraháskóla Íslands 1980-1981 og stundaði nám í Statens Speciallærerhögskole í Ósló 1981-1982. Hann var blindrakennari við Álftamýrarskóla frá árinu 1982 og síðar sérkennari við Öskjuhlíðarskóla, sem í dag heitir Klettaskóli. Þar vann hann allt til starfsloka, nálægt sjötugu.
Heimild: Morgunblaðið, 13-10-2016.

Örn Snorrason
Örn Snorrason 31-01-1912 01-10-1985 Örn lauk kennaraprófi 1936 og hóf sama ár kennslu við barnaskólann á Akureyri 1936, þar sem hann kenndi til 1960. Næstu fjögur árin var Örn við kennslu við Gagnfræðaskóla Akureyrar , en 1964 til 1968 stundaði hann kennslu við Barnaskóla að nýju. Eftir Örn liggja tíu bækur, en auk þess þýddi hann fjölmargar erlendar skáldsögur.
Heimild:Morgunblaðið, 03-10-1985, s. 4

Webmaster Message

Genealogy has always been one of my main interests. When I was a teenager I was responsible for mowing the lawn of the local cemetery in the rural area where I grew up. I saw all the history that the headstones and crosses told, even in a small cemetery. And I also saw what time does to these same headstones and crosses, and how much history is lost in the process. This is the reason why I started this webpage. I wanted to make all this history accessible for as many people as possible, no matter where they are in the world. If you want to help me, please don't hesitate to contact me :-)

Legstaðaleit ©  

Genealogy Web Templates